Heillastjarna spilafíkils – Fyrsta stikla!

Fyrsta stiklan er komin út fyrir spilafíkilsmyndina Mississippi Grind, en þar leikur Ben Mendelsohn spilafíkil sem fær Ryan Reynolds í lið með sér til að verða heillastjarna hans á ferðalagi til New Orleans, þar sem hann ætlar að spila póker fyrir háar upphæðir.

ben mendehlson

Vandamálið er að Mendelsohn er allt annað en sigursæll, er á kafi í skuldum og er að vonast til að hlutirnir fari að ganga honum í hag.

Reynolds er hinsvegar léttur á bárunni er kemur að spilum, en leyndarmál hans er að honum er „sama þó hann tapi“.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan:

Leikstjórar myndarinnar eru Anna Boden og Ryan Fleck og aðrir helstu leikarar eru Sienna Miller, Analeigh Tipton og Robin Weigert.

Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum 25. september nk.