Heimsmet hjá Hvolpasveitinni – Hvuttbær árangur!

Kvikmyndin Hvolpasveitin: Ofurmyndin, sem kom í bíó hér á Íslandi nú um helgina, setti á dögunum nýtt heimsmet yfir fjölda hunda á einni sýningu. 

Alls mættu 219 hundar með eigendum sínum á sérstaka forsýningu myndarinnar í Autry bíóinu í Griffith Park í Los Angeles. 

Hundarnir voru af öllum stærðum og gerðum. 

Á staðnum var fulltrúi Guinness heimsmetabókarinnar, Michael Empric, til að votta að um heimsmet væri að ræða. 

Fyrra met var sett í október 2022 þegar 199 hundar mættu á bíósýningu. 

“Það gleður mig mjög að staðfesta metið,” sagði hann. “Það er ekki á hverjum degi sem ég fæ að skemmta mér svona svakalega vel í bíó með hundruðum loðinna vina. Ég óska Paramount Pictures og Hvolpasveitinni: Ofurmyndinni fyrir “hvuttbæran” árangur!”

Hæstánægð með samstarfið

“Við erum hæstánægð með samstarfið við Paramount Pictures og heimsmetið,” sagði Brittany Thorn forstjóri Best Friends Animal Society in Los Angeles. “Ég vona að fólkið sem les um þessi tímamót fái innblástur og komi til okkar og taki að sér hund.”

PAW Patrol: The Mighty Movie (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn5.9
Rotten tomatoes einkunn 72%

Töfraloftsteinn fellur til jarðar í Ævintýraborg og gefur Hvolpasveitinni ofurkrafta. Fyrir Skye, yngsta meðlim sveitarinnar, eru kraftarnir draumur sem rætist. En hlutirnir taka óvænta stefnu þegar Humdinger sleppur úr fangelsi og gengur til liðs við brjálaðan vísindamann sem vill ...

Fróðleikur um Guinness heimsmetin: 

“Hver er fljótasti leikfuglinn í Evrópu?” Þetta var spurningin sem varð innblásturinn að því að Guinness heimsmetin voru stofnuð árið 1955. Allt byrjaði með einni bók í herbergi fyrir ofan íþróttasal. Guinness heimsmetin hafa síðan þá orðin þekkt um allan heim og reka skrifstofur í London, New York, Beijing, Tókíó og Dubai. 

Fyrirtækið framleiðir í dag bæði bækur og sjónvarpsþætti, og efni fyrir samfélagsmiðla og svið.