Hemsworth kominn til Íslands

Ástralski Leikarinn Chris Hemsworth sem þekktastur er fyrir leik sinn í myndunum Thor og Avengers, kom í gær til Íslands til að vera viðstaddur tökur á framhaldsmynd um þrumuguðinn Þór, að því er mbl.is greinir frá.

Thor 2 mun bera heitið Thor: The Dark World og verður frumsýnd á næsta ári, 2013.

Hér að neðan sést Hemsworth við tökur á Thor 2. Smellið á myndina til að sjá hana í fullri stærð.

 Back on the set, filming the sequel to #Thor on Twitpic

Aðrir leikarar í myndinni eru meðal annars Anthony Hopkins, Natalie Portman og Stellan Skarsgård.