Leikstjórinn Doug Liman hefur fengið aukna virðingu í Hollywood eftir velgengni The Bourne Identity. Á borðinu hjá honum að leikstýra liggur handritið að kvikmyndinni Mr. And Mrs. Smith. Hefur henni verið lýst sem blöndu af War of the Roses og True Lies. Fjallar hún um hjón ein, sem bæði eru leynilegir útsendarar án þess að hafa hugmynd um hvort annað. Þau eru í sitt hvoru lagi fengin til þess að drepa óvinaútsendara, en komast síðan að því að þau hafa verið fengin til þess að drepa hvort annað. Þá snúa þau bökum saman og reyna að komast til botns í gátunni. Simon Kinberg ( Charlies Angels 2 ) skrifaði handritið, og mun handritshöfundurinn Akiva Goldsman ( A Beautiful Mind ) framleiða myndina fyrir Regency Enterprise. Fastlega er búist við því að tveir A-lista leikarar verði fengnir til þess að fara með aðalhlutverk myndarinnar.

