Náðu í appið
True Lies

True Lies (1994)

"When he said I do, he never said what he did."

2 klst 21 mín1994

Harry Tasker lifir tvöföldu lífi.

Rotten Tomatoes77%
Metacritic63
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:BlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Söguþráður

Harry Tasker lifir tvöföldu lífi. Konan hans, Helen veit ekki sem er að Harry hennar er alþjóðlegur njósnari fyrir leynilegustu leyniþjónustu í heimi, Omega Sector. Hann talar sex tungumál, er með háskólapróf í kjarneðlisfræði og í huga kjarnorkuvæddra hryðjuverkamanna og annars alþjóðlegs glæpalýðs er hann ógnvaldur númer 1. Hann er svo góður í faginu að Helen, sem hann er búinn að vera giftur í 15 ár, heldur að hann sé sölumannsblók hjá tölvufyrirtæki, og þegar hún á erfitt með svefn biður hún Harry að segja sér hvernig hafi verið í vinnunni, sem hann er alltaf með hugann við. Þá minnist Harry ekki á að hann hafi drepið tvo hryðjuverkamenn fyrir hádegi og einn eftir kaffi heldur spinnur upp lygasögu um sölu á viðskiptahugbúnaði sem svæfir frúna á svipstundu. Af því að Harry er svo annars hugar og óspennandi er Helen orðinn leið á honum og þráir spennu, ævintýri og tilbreytingu. Þess vegna fellur hún kylliflöt fyrir flagara sem gefur sig út fyrir að vera hjálparþurfi njósnari í stöðugri lífshættu. Þá er hjónabandið í uppnámi og Harry í vanda en af því að hann er svo lélegur í mannlegum samskiptum en svo góður í ráðabruggi og njósnum þá bregst hann við á þann eina hátt sem hann kann og notar sína sérstöku hæfileika til þess að bjarga hjónabandinu áður en hann fer aftur í vinnuna og snýr sér að því að bjarga heiminum frá glötun.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Lightstorm EntertainmentUS
20th Century FoxUS

Verðlaun

🏆

Tilnefnd til Óskarsverðlauna og BAFTA verðlauna fyrir bestu tæknibrellur.

Gagnrýni notenda (5)

★★★★☆

True Lies er frábær hasarmynd af bestu gerð. Arnold Schwarzenegger er í banastuði og sýnir frábæra frammistöðu(ef hægt er að kalla það það). Svo er Jamie Lee Curtis fín í hlutverki k...

Þetta fannst mér mögnuð mynd þegar ég sá hana fyrir um tíu árum síðan, var þá í kringum fermingaraldur. Enn finnst mér þetta mögnuð mynd, en hef þó myndað mér skoðanir á henni....

Ein besta mynd Arnolds (með Terminator2) að mínu mati. Rosalega fýndin og frábær hasar atriði (sérstaklega klósetatriðið var minnistæt). Semsagt frábær mýnd sem allir hafa gaman a...

True Lies er mjög góð spennumynd sem maður fær varla leið af. Ég kann hana næstum utan af því ég horfði mikið á hana þegar ég var yngri og skemmti mér alltaf vel yfir henni og ég he...

Skemmtileg della sem flestallir ættu að geta haft gaman af. Tekur sig aldrei á nokkurn hátt alvarlega og bullar stíft út í eitt. Arnold leikur leyniþjónustumanninn Harry Tasker sem er mikið ...