Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

True Lies 1994

Fannst ekki á veitum á Íslandi

When he said I do, he never said what he did.

141 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 71% Critics
The Movies database einkunn 63
/100
Tilnefnd til Óskarsverðlauna og BAFTA verðlauna fyrir bestu tæknibrellur.

Harry Tasker lifir tvöföldu lífi. Konan hans, Helen veit ekki sem er að Harry hennar er alþjóðlegur njósnari fyrir leynilegustu leyniþjónustu í heimi, Omega Sector. Hann talar sex tungumál, er með háskólapróf í kjarneðlisfræði og í huga kjarnorkuvæddra hryðjuverkamanna og annars alþjóðlegs glæpalýðs er hann ógnvaldur númer 1. Hann er svo góður í... Lesa meira

Harry Tasker lifir tvöföldu lífi. Konan hans, Helen veit ekki sem er að Harry hennar er alþjóðlegur njósnari fyrir leynilegustu leyniþjónustu í heimi, Omega Sector. Hann talar sex tungumál, er með háskólapróf í kjarneðlisfræði og í huga kjarnorkuvæddra hryðjuverkamanna og annars alþjóðlegs glæpalýðs er hann ógnvaldur númer 1. Hann er svo góður í faginu að Helen, sem hann er búinn að vera giftur í 15 ár, heldur að hann sé sölumannsblók hjá tölvufyrirtæki, og þegar hún á erfitt með svefn biður hún Harry að segja sér hvernig hafi verið í vinnunni, sem hann er alltaf með hugann við. Þá minnist Harry ekki á að hann hafi drepið tvo hryðjuverkamenn fyrir hádegi og einn eftir kaffi heldur spinnur upp lygasögu um sölu á viðskiptahugbúnaði sem svæfir frúna á svipstundu. Af því að Harry er svo annars hugar og óspennandi er Helen orðinn leið á honum og þráir spennu, ævintýri og tilbreytingu. Þess vegna fellur hún kylliflöt fyrir flagara sem gefur sig út fyrir að vera hjálparþurfi njósnari í stöðugri lífshættu. Þá er hjónabandið í uppnámi og Harry í vanda en af því að hann er svo lélegur í mannlegum samskiptum en svo góður í ráðabruggi og njósnum þá bregst hann við á þann eina hátt sem hann kann og notar sína sérstöku hæfileika til þess að bjarga hjónabandinu áður en hann fer aftur í vinnuna og snýr sér að því að bjarga heiminum frá glötun.... minna

Aðalleikarar


True Lies er frábær hasarmynd af bestu gerð. Arnold Schwarzenegger er í banastuði og sýnir frábæra frammistöðu(ef hægt er að kalla það það). Svo er Jamie Lee Curtis fín í hlutverki konu hans. Nóg af sprengingum, mikill hasar og dúndurskemmtun eru helstu kostir True Lies, og skilar James Cameron þessum þáttum frábærlega frá sér. Mér finnst leiðinlegt að þurfa bera þessa mynd við hin verk Camerons, en ef ég þyrfti þess þá er þessi sú versta. Leiðinlegt að segja það, en það er staðreynd. En þrátt fyrir það, hvet ég alla unnendur spennumynda sem hafa ekki séð True Lies að sjá hana sem fyrst.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta fannst mér mögnuð mynd þegar ég sá hana fyrir um tíu árum síðan, var þá í kringum fermingaraldur. Enn finnst mér þetta mögnuð mynd, en hef þó myndað mér skoðanir á henni. Svaganeggur hefur mér alltaf þótt passa í öll þau hlutverk sem að af honum hafa komið á hvíta tjaldið, ótrúlegt en satt! Þessi er sneysafull af humor og skemmtilegum uppákomum, og sagan er hröð og mögnuð. Tia Carrere er reyndar ekki góð leikkona, en hún er flott. Það er eini vankantur myndarinnar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ein besta mynd Arnolds (með Terminator2) að mínu mati.

Rosalega fýndin og frábær hasar atriði (sérstaklega klósetatriðið var minnistæt).

Semsagt frábær mýnd sem allir hafa gaman af.

Bill Paxton stal öllum sénonum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

True Lies er mjög góð spennumynd sem maður fær varla leið af. Ég kann hana næstum utan af því ég horfði mikið á hana þegar ég var yngri og skemmti mér alltaf vel yfir henni og ég hef sama álit á henni núna. Það er engin spurnig Arnold Schwarzenegger er í topp formi í þessari mynd og er einn af bestu hasarmynda leikurum í heimi. Hef lítið að segja meira um hana nema að þetta er þriggja stjarna skemtun!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Skemmtileg della sem flestallir ættu að geta haft gaman af. Tekur sig aldrei á nokkurn hátt alvarlega og bullar stíft út í eitt. Arnold leikur leyniþjónustumanninn Harry Tasker sem er mikið hörkutól en linast þó nokkuð þegar konan hans - Jamie Lee Curtis - virðist vera byrjuð að bömpa einhvern annan, en hún hefur einmitt ekki hugmynd um hvaða vinnu hann stundar. Lenda þau svo í klónum á miðausturlenskum terroristum og allt fer til fjandans. Fín skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

19.09.2022

Avatar 1 býr okkur undir Avatar 2

Stórmyndin Avatar frá árinu 2009, ein vinsælasta kvikmynd allra tíma, með 2,8 milljarða dala í tekjur um heim allan og þrenn Óskarsverðlaun, kemur aftur í bíó hér á landi og út um allan heim föstudaginn 23. septembe...

14.03.2018

Seems Twins is now set to become Triplets, after it was confirmed Eddie Murphy would join the reboot for real, after years of rumours – by none other than original cast member Arnold Schwarzenegger. He and Danny DeVito will also...

12.08.2015

Allar sprengingar Schwarzenegger í einni ofurklippu

Arnold Schwarzenegger hefur sent frá sér myndbandið Overkill með öllum þeim sprengingum sem hafa orðið í öllum hans myndum. Kappinn skellti myndbandinu, eða ofurklippunni, á Youtube til að kynna atburðinn Omaze sem han...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn