Hittu aldrei Dion

Áhorfendur sem leggja leið sína á rómantísku gamanmyndina Love Again, sem er nýkomin í bíó á Íslandi, sjá þar aðalleikara myndarinnar þau Priyanka Chopra Jones og Sam Heughan í nokkrum atriðum með stórsöngkonunni Celine Dion. En ekki er allt sem sýnist.

Þau Chopra Jones og Heughan upplýstu um það í samtali við afþreyingarsíðuna Entertainment Weekly að í raun og veru hefðu þau aldrei leikið á móti Grammy verðlaunahafanum, vegna faraldursins. „Við tókum myndina upp í faraldrinum og þá var erfitt fyrir fólk að ferðast og hittast, þannig að við tókum stóran hluta myndarinnar upp á sviði eða fyrir framan grænskjá,“ sagði Heughen. „Það var ein af áskorununum við að vinna í faraldrinum.“

Love Again (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn5.9
Rotten tomatoes einkunn 28%

Ung kona reynir að jafna sig á dauða unnusta síns með því að senda rómantísk textaskilaboð í gamla símanúmerið hans. Hún myndar samband við manninn sem fékk númerinu úthlutað eftir dauða kærastans....

Outlander leikarinn útskýrði að hann og Chopra Jones hefðu tekið sín atriði upp í Bretlandi en Dion í Kanada, sem gerði hlutina erfiða. Chopra Jones sagði að þau hafi tekið myndina upp á sama tíma og Hollywood var að reyna að átta sig á hvernig hægt vær að halda áfram störfum þrátt fyrir Covid-19.

En þökk sé leikstjóranum, staðgenglum og Dion, þá endaði allt vel að sögn Heughen.

Framkvæmdu töfrabrögð

„Þeir framkvæmdu sannkölluð töfrabrögð í kvikmyndinni og ég held að þessi atriði hafi virkað vel,“ bætti hann við.

„Jim [Strouse], leikstjóri, er svo frábær manneskja, og hann lét þetta ganga. Við fengum staðgengla og fólk til að lesa línur Dion. Og í sannleika sagt, þá er Celine svo mikil fagmaður, að þetta gekk allt saman upp.“

Chopra Jones segir um Celine Dion að hún hafi elskað að fylgjast með henni leika sjálfa sig í myndinni. „Hún er svo meiriháttar. Hún er fyndin og meðvituð um sjálfa sig. Hún gaf okkur einnig fimm ný lög fyrir kvikmyndina. Hún gefur sig alla í verkefnið og það er frábært að finna stuðninginn frá henni.“