Howard leikstýrir sérkennilegri ofurhetju

Leikstjórinn Ron Howard hefur tekið að sér leikstjórn á myndinni 364, en mynd sú mun kynna til sögunnar heldur sérkennilega ofurhetju. Sagan fjallar um mann sem eyðir hverju ári í að ákveða hvað hann mun gera þann staka dag ársins sem hann fær ofurkrafta. Já, ofurhetja sem er aðeins gædd kröftum einn dag á ári hverju.

Handritið er skrifað af David Guggenheim, sem er fyrrum ritstjóri blaðsins US Weekly. Þar skrifaði hann handrit að myndinni Safe House sem seldist eins og heit lumma, en sú mynd er væntanleg með þeim Denzel Washington og Ryan Reynolds í aðalhlutverkum.