Hrollvekjan Paranormal Activity 2 var toppmyndin í bandarískum bíóhúsum um helgina, með tekjur upp á 41,5 milljón Bandaríkjadali, en í myndinni koma við sögu draugar sem nást á mynd með eftirlitsmyndavélum.
Myndin ýtti þar með toppmynd síðustu viku, Jackass 3D af toppnum, en hún varð í öðru sæti þessa helgina með 21,6 milljón Bandaríkjadali í innkomu, samkvæmt áætlunum þar vestra.
Njósnaþrillerinn Red með Bruce Willis, Morgan Freeman, John Malkovich og Helen Mirren lenti í þriðja sæti. Ný mynd, Hereafter eftir leikstjórann Clint Eastwood, sem fjallar um þrjár manneskjur sem kynnast dauðanum, náði í 12 milljónum dala í tekjur, og lenti í fjórða sæti, en í aðalhlutverki myndarinnar er Matt Damon.
The Social Network lenti í fimmta sæti á sinni þriðju viku á lista, og Secreteriat, Disney mynd um veðhlaupahest sem vann þrefalt ( The Triple Crown ), kom síðan rétt á eftir í sjötta sætinu með 6,9 milljónir dollara í aðgangseyri.
Life as we Know It, rómantísk gamanmynd um tvo einstæðinga, mann og konu, sem eru skyndilega orðnir foreldrar eftir að þau taka að sér barn þegar foreldrar barnsins og bestu vinir þeirra, deyja í bílslysi, lenti í sjöunda sætinu.
Teiknimyndin Legends of the Guardians lenti síðan í áttunda sæti, og The Town, mynd Ben Affleck, lenti í níunda sæti. Tíunda sætið kom svo í hlut Easy A.