Hrollvekjuleikstjóri látinn

antonia birdBreski leikstjórinn Antonia Bird, sem leikstýrði mannætuhrollvekjunni Ravenous frá árinu 1999, lést á fimmtudaginn í Lundúnum eftir veikindi. Hún var 54 ára gömul.

Aðrar þekktar myndir leikstjórans eru Priest, Mad Love og Face. 

Náinn vinur leikstjórans og samstarfsmaður var leikarinn Robert Carlyle, sem lék aðalhlutverk í nokkrum mynda hennar.

Myndir hennar eru þekktar fyrir að fjalla um samfélagsleg málefni. Fyrsta mynd hennar, Priest frá árinu 1994, var gagnrýnd harðlega af kaþólsku kirkjunni.

Bird vann bresku BAFTA verðlaunin fyrir myndina Safe, fyrir einstaka þætti í sjónvarpsseríunni Screenplay og einnig fyrir myndina Cure.

Bird, Carlyle, Mark Cousins og Irvine Welsh stofnuðu framleiðslufyrirtækið 4-Way Film.

Ferill hennar hófst í leikhúsi við the Royal Court Theatre, en hún færði sig yfir í sjónvarp á níunda áratug síðustu aldar og vann við sjónvarpsseríuna EastEnders.

Seinna leikstýrði hún þáttum eins og Cracker, MI-5 og Casualty.