Hungurleikar fjórfalt vinsælli en næsta mynd

HungerGames2The Hunger Games: Catching Fire er vinsælasta myndin í bíó á Íslandi aðra vikuna í röð, en tekjur af myndinni eru rúmlega fjórum sinnum meiri en af myndinni í öðru sæti, Delivery Man. 

Þriðja vinsælasta myndin á landinu, og stendur í stað á milli vikna, er ofurhetjumyndin Thor: The Dark World en hún hefur nú verið í sex vikur á lista.

Í fjórða sætinu situr glæný mynd, Machete Kills, um hinn sverðasveiflandi Machete og vini hans og óvini. Fimmta sætið eiga svo furðufuglarnir í Free Birds og standa í stað á milli vikna.

Ein ný mynd til viðbótar er á listanum en það er Mandela: Long Walk to Freedom. Með hlutverk Nelson Mandela, sem lést í nýliðinni viku, fer Luther leikarinn Idris Elba.

Sjáðu hvaða 20 myndir eru vinsælastar á Ísland í bíó í dag hér fyrir neðan:

listinnnnnnfnfnfnf