Íslendingar elska Thor

thorThor: The Dark World heldur toppsæti sínu á íslenska aðsóknarlistanum aðra vikuna í röð, en myndin nýtur mikillar velgangni um heim allan um þessar mundir. Í öðru sæti, ný á lista, er hin stórskemmtilega Escape Plan með félögunum Arnold Schwarzenegger og Sylvester Stallone og í þriðja sæti teiknimyndin Free Birds, eða Furðufuglar.

Fjórða vinsælasta myndin á Íslandi í dag er fyrrum toppmynd listans, Bad Grandpa, sem fer niður um tvö sæti á milli vikna. Önnur fyrrum toppmynd, Gravity, situr svo í fimmta sætinu.

Þrjár nýjar myndir til viðbótar eru á listanum. Stephen King hrollvekjan Carrie er í áttunda sæti, paródían Starving Games í því tíunda og í 18. er danska myndin Skytten.

Hér fyrir neðan má sjá 22 vinsælustu myndirnar í bíó í landinu í dag:

listinnnn