Jason Bourne leikstjóri – Topp 10 myndir

Paul Greengrass, leikstjóri Jason Bourne, sem frumsýnd verður á morgun, hefur gert margar frábærar spennumyndir, en fyrst ber þar að telja tvær fyrri myndir um ofurnjósnarann minnislausa Jason Bourne, The Bourne Supremacy og The Bourne Ultimatum. Ennfremur hefur hann gert myndir eins og Captain Phillips, með Tom Hanks í aðalhlutverkinu, og Green Zone, með Matt Damon, aðalleikara Jason Bourne, í aðalhlutverkinu.

greengrass damon

En hverjar ætli séu uppáhaldsmyndir leikstjórans, aðrar en hans eigin myndir þ.e.a.s.?

Greengrass setti saman topp tíu lista yfir bestu myndir fyrir Sight & Sound tímaritið hjá BFI. Á listanum má sjá að Greengrass hefur alþjóðlegan smekk, en japanskar, rússneskar og franskar myndir eru á listanum m.a..

Kíktu á listann hér fyrir neðan:

The Battle of Algiers (Gillo Pontecorvo)

Battleship Potemkin (Sergei M Eisenstein)

The Bicycle Thieves (Vittorio de Sica)

Breathless (Jean-Luc Godard)

Citizen Kane (Orson Welles)

The Gospel According To Matthew (Pier Paolo Pasolini)

Kes (Ken Loach)

Seven Samurai (Akira Kurosawa)

The War Game (Peter Watkins)

Z (Costa Gavras)