Jason Statham dansar Go-Go dans

Flestir þekkja Jason Statham sem grjótharðan nagla sem kallar ekki allt ömmu sína, og er þá nóg að skreppa í bíó og sjá hann í Fast and Furious 7, til að sannfærast um það.

statham

En Statham á sér aðra og mýkri hlið, en hann er liðtækur Go-Go dansari, eins og sannast í meðfylgjandi tónlistarmyndbandi þar sem hann dansar olíuborinn í bakgrunni snemma á ferlinum, í hlébarðaskýlu.

Um er að ræða 90´s myndband við lag Shamen, Comin’ On.

Nú er um að gera að dilla sér aðeins með Statham: