Jóhannes Haukur í nýrri seríu frá NBC

Fyrsta stiklan úr A.D., sem er ný sería frá sjónvarpsstöðinni NBC, var birt fyrir stuttu. Þættirnir eru framleiddir af Mark Burnett sem á heiðurinn af raunveruleikaþáttum á borð við Survivor, The Apprentice og The Voice.

Þættirnir taka upp þráðinn eftir að Jesús er krossfestur. Þeir eiga að fylgja eftir lífi lærisveina „frelsarans“ og hvernig þeim tekst að halda sér á lífi þrátt fyrir látlausar ofsóknir af hálfu rómverskra yfirvalda.

Screen Shot 2014-11-27 at 8.20.04 PM

Jóhannes Haukur Jóhannesson fer með aukahlutverk í seríunni og birtist í stiklunni sem var opinberuð fyrir skömmu.

Hér að neðan má sjá stikluna.