John Cena er geggjaður í Fast 9, segir Vin Diesel

Vin Diesel, 52 ára, geystist fram á ritvöllinn í liðinni viku til að kitla okkur fyrir næstu Fast & Furious mynd, þá níundu í röðinni. Leikhópurinn hefur nú verið við tökur í tvo og hálfan mánuð, og Diesel er hæstánægður með hópinn, en þó sérstaklega frammistöðu Trainwreck leikarans John Cena, sem er nýliðinn í hópnum.

Í myndbandi á Instagram segir Diesel: „Við erum öll hér á tökustað Fast 9 og hann er frábær. Hver og einn tökustaður sem við höfum verið á hefur verið einstakur, allt frá Taílandi til Los Angeles, og í gegnum alla Evrópu. Ég er að leika í mjög spennuþrungnu atriði með John Cena í dag, sem er geggjaður í hlutverkinu. Hann mun heilla ykkur upp úr skónum þegar þið sjáið hann í myndinni.“

Cena, sem er atvinnumaður í fjölbragðaglímu, og er 42 ára, er með stórt hlutverk í hasarmyndinni, en enn er flest á huldu um persónuna sem hann leikur.

Diesel er einnig himinlifandi yfir leikkonunni Charlize Theron, en hún mætir aftur til leiks í hlutverki Cipher.

Hlustaðu á Diesel hér fyrir neðan:

https://www.instagram.com/p/B1tZGvVlvqr/?utm_source=ig_web_copy_link

Fast and Furious 9 kemur í bíó í apríl 2020.