Kvikmyndaleikkonan Angelina Jolie
verður á forsíðu tímaritsins W í nóvember. Hún er þar klædd í ermalausum topp sem þó sýnir hluta
af vinstra brjósti hennar og smáa hönd sem virðist tilheyra öðrum af nýfæddum
tvíburum hennar, Knox Leon eða Vivienne Macheline, en þeir fæddust í júlí sl.
Myndin er svart hvít og sýnir Jolie
brosandi með hárið slegið yfir axlirnar. Í fyrirsögninni segir að að blaðið sé með
einkarétt á birtingu á myndum af hinni 33 ára gömlu Jolie sem teknar eru af sambýlingi
hennar og barnsföður, Brad Pitt kvikmyndaleikara.
Jolie, sem fékk óskarsverðlaun fyrir
besta leik í aukahlutverki árið 1999 fyrir hlutverk sitt í myndinni Girl, Interrupted, er nú orðuð við Óskar fyrir frammistöðu sína í nýrri mynd Clint Eastwood “Changeling”, sem frumsýnd verður í lok þessa mánaðar.
Nýjasta mynd Brad Pitt er Cohen
myndin „Burn After Reading,“ þar sem hann leikur á móti George Clooney, John Malkovich og Frances McDormand.

