Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Girl, Interrupted 1999

(Girl Interrupted)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 24. mars 2000

Sometimes the only way to stay sane is to go a little crazy

127 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 53% Critics
The Movies database einkunn 51
/100
Angelina Jolie vann Óskarsverðlaun og Golden Globe fyrir aukahlutverk.

Farið er með Susanna í flýti á spítalann. Eftir það þá ræðir hún við geðlækni. Hún hafði verið með ranghugmyndir. Hún hafði einnig átt í sambandi með eiginmanni vinar foreldra sinna. Læknirinn segir að það að hafa drukkið vodka ofaní aspirín verkjatöflur, hafi verið tilraun til sjálfsmorðs, en hún neitar þessu. Hann stingur upp á því að... Lesa meira

Farið er með Susanna í flýti á spítalann. Eftir það þá ræðir hún við geðlækni. Hún hafði verið með ranghugmyndir. Hún hafði einnig átt í sambandi með eiginmanni vinar foreldra sinna. Læknirinn segir að það að hafa drukkið vodka ofaní aspirín verkjatöflur, hafi verið tilraun til sjálfsmorðs, en hún neitar þessu. Hann stingur upp á því að hún verði lögð inn til hvíldar á Claymoore, sem er geðspítali fullur af háværu, og geðsjúku fólki. Þar er Georgina sem er sjúklegur lygari. Polly skaddaðist í eldsvoða. Daisy vill ekki borða ef fólk er nálægt. Lisa er siðblind, og skapraunar starfsfólkinu mest - eins og hjúkrunarkonunni Valerie - og hún hefur einnig mest áhrif á hinar stúlkurnar á spítalanum. Lisa hefur oft flúið, þannig að það er ekkert mál að fá aðgang að persónulegum gögnum ... kærasti Susanna, Toby, hefur áhyggjur af því að hún kunni of vel við sig meðal fólksins á spítalanum.... minna

Aðalleikarar


Þetta er alveg hrikalega góð mynd sem er byggð á sönnum atburðum. Winona Ryder og Angelina Jolie eru alveg frábærar í sínum hlutverkum og allt annað er gott við þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er hrein snilld fyrir leikunnendur þar sem leikur í myndinni er hreint út sagt frábær. Winona Ryder stendur sig með stakri prýði í aðalhlutverkinu en þó er óhætt að segja að Angelina Jolie steli senunni með stórfenglegum leik í hlutverki truflaðrar ungrar konu. Þessar tvær gera það að verkum að áhorfandanum verður strax annt um afdrif þeirra og söguþráðurinn heldur honum föngnum þar til yfir lýkur. Frábær mynd og ekki orð um það meir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fullt hús!!!! Þessi mynd er mesta snilld, Hún hefur ótrúleg áhrif á mann og maður fellur alveg inn í hana. Stórkostlegur leikur Angelinu Jolie heillar mann upp úr skónum,enda sannaði hún það á óskarnum, þar sem hún nældi sér í óskarinn fyrir besta leik í aukahlutverki. Hinar stelpurnar standa sig einnig alveg ótrúlega vel. Að mínu mati er þeta besta mynd sem ég hef séð í langann tíma. Frábær tónlist í bland við frábærann leik skapar eina bestu mynd ársins 1999(CNN).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hugljúf og afar heillandi kvikmynd sem er í senn frábærlega fyndin, átakanleg og meistaralega leikin. Hún hlaut enda óskarsverðlaunin fyrir bestu leikkonu í aukahlutverki 1999 (Angelina Jolie). Kvikmyndahandritið byggir að nokkru leyti á sannri sögu er segir frá eins og hálfs árs vist konu á bandarísku geðveikrahæli á sjöunda áratugnum. Hér segir af ungri konu Susanna Kaysen að nafni (Winona Ryder), en hún þjáist af geðtruflunum og leiða þær til þess að hún er lögð inn á geðveikrahæli og er þar með öðrum konum sem eiga það sameiginlegt að vera ekki heilar á geði. Hælið reynist í fyrstu vera erfiður og þvingandi dvalarstaður en það breytist er hún tekur að kynnast konunum sem þar dveljast. Meðal þeirra er Lisa Rowe (Angelina Jolie) sem er villingur hinn mesti og fer hún eigin leiðir í einu og öllu, og hefur hún mikil áhrif á aðra vistmenn og er í raun sjálfskipaður leiðtogi þeirra. Lisa og Susanna verða brátt vinkonur og bralla ýmislegt saman en spurningin er, hvaða áhrif mun Lisa hafa á Susönnu bæði til skamms tíma og til lengri tíma litið. Þetta er í einu orði sagt stórfengleg kvikmynd sem skilur mikið eftir sig og er hún ein af þessu myndum sem fjalla af einhverju viti um geðsjúkdóma og áhrif þeirra til skemmri og lengri tíma litið. Hér er líka allt til að prýða úrvalsmynd. Leikstjórn James Mangold er fagmannleg, handrit James Mangold, Lisu Loomer og Önnu Hamilton Phelan sem byggt er á bók Susönnu Kaysen er afar gott, það er byggt á sönnum atburðum að nokkru leyti og það tekst frábærlega að gera öllum persónunum ítarleg skil, því að eftir að hafa séð myndina er það skoðun mín að þetta séu í raun alvöru persónur sem maður gæti þekkt eða gæti búið í nágrenni þínu, slík er dýpt persónusköpunarinnar í myndinni. Tónlistin er hreint afbragð með lögum sem voru vinsæl á þeim tíma sem myndin á að gerast (uppúr 1970). Persónusköpunin, samtöl og leikur gerist ekki mikið betri en hér. En það síðastnefnda er einmitt aðall þessarar kvikmyndar. Winona Ryder smellpassar í hlutverki Susönnu Kaysen og er hún frábær í túlkun sinni eins og alltaf og skapar persónu sem skilur eitthvað eftir sig. Einnig eru óskarsverðlaunaleikkonurnar Dame Vanessa Redgrave og Whoopi Goldberg eftirminnilegar í smáum en góðum hlutverkum læknis og starfskonu á geðveikrahælinu. Einnig má minnast á góðan leik þeirra Cleu DuVall, Elizabeth Moss, Brittany Murphy, Travis Fine, Mary Kay Place og síðast en ekki síst Jared Leto sem er góður í smáu hlutverki kærasta Susönnu. En senuþjófurinn er Angelina Jolie sem er stórfengleg í hlutverki Lisu Rowe, áhrifaríka villingsins á hælinu. Þetta er hrein unun að fylgjast með henni, hún fer alveg á kostum í hlutverkinu og er hún hreint ógleymanleg og skapar hún eftirminnilega persónu sem skilur mikið eftir sig í hjarta áhorfandans. Ég hafði áður séð hana í myndinni "Gia: saga fyrirsætu" og var strax meðvitaður eftir að horft á myndina um það að hún myndi slá í gegn innan skamms tíma. Hún er hreint stórfengleg leikkona sem getur túlkað tilfinningar og sálarflækjur á hreint magnaðan hátt eins og hún sannar hér. Hún hlaut líka óskarinn og Golden Globe-verðlaunin sem besta leikkona í aukahlutverki 1999, og það afar verðskuldað og stendur hún uppúr öllu því hæfileikafólki sem þessi mynd skartar. Hvernig hún fer að því að túlka truflun og hegðunarvandamál Lisu er hreint og beint stórfenglegt, augnahreyfingar hennar eru t.a.m. sérstaklega eftirminnilegar. Frammistaða hennar er hreint ótrúlega orkurík og ég vona að hún muni halda áfram á þessari braut. Ég gef því myndinni "Girl, Interrupted" þrjár og hálfa stjörnu (hún fengi fjórar ef ekki væru vankantar á handritinu). Semsagt Trufluð stúlka eða "Girl, Interrupted er úrvalsmynd sem allir verða að sjá! Alls ekki missa af þessari litlu perlu. Hún er hreint ógleymanleg þeim sem hana sjá!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég ætlaði að sleppa því að sjá þessa þar sem mér sýndist hún ekki höfða mikið til mín en eftir að Angelina Jolie vann Óskarinn fyrir aukahlutverk sitt í myndinni ákvað ég að slá til og ekki sé ég eftir því. Myndin fjallar um unga konu að nafni Susanna Kaysen sem þjáist af geðtruflum sem verða til þess að hún er lögð inn á kvennadeild á geðveikrahæli. Þetta reynist í fyrstu vera erfiður dvalarstaður en fljótt kynnist hún hinum konunum. Vinátta þeirra og þá sérstaklega stúlku sem heitir Lisa (Angelina Jolie) og er vægast sagt frekar mikill villingur hefur djúptæk áhrif á þær allir, bæði góð og slæm. Persónusköpun, samtöl og leikur gerist ekki mikið betri en hér. Handritið er byggt á sansögulegum atburðum að einhverju leiti og tekst frábærlega að gera öllum persónunum góð skil, eftir að hafa séð myndina finnst manni þetta vera alvöru persónur sem maður þekkir, slík er dýpt persónusköpunarinnar hér. Jafnframt er áhorfendum gefið svigrúm til þess að túlka hlutina sjálfir og litið á þá sem vitsmunaverur sem þurfa ekki að láta mata sig af öllum smáatriðum. Leikur er líka óaðfinnanlegur, Winona Ryder passar einstaklega vel í aðalhlutverkið og skilar því frábærlega af sér. En senuþjófurinn er óneitanlega hún Angelina Jolie. Frammistaða hennar er ótrúlega orkurík, þetta er í eitt af þeim tiltölulega fáu skiptum þar sem ég get verið fullkomlega sammála óskarsverðlaununum. Leikstjórn og myndataka er jafnframt til fyrirmyndar. Frábær og átakanleg mynd sem er aðeins hársbreidd frá því að fá fullt hús hjá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn