Kjötbollurnar vinsælastar

cloudyAthygli vekur að teiknimyndin Cloudy with a Change of Meatballs 2 trónir á toppi aðsóknarlista íslensku kvikmyndahúsana fyrir síðastliðna viku og hendir þar með Walter Mitty í annað sætið.

The Wolf of Wall Street heldur bronsinu og á eftir fylgja Hobbit: The Desolation of Smaug og hin nýkrýnda Golden Globe-verðlauamynd, 12 Years a Slave. Í sjötta sæti situr hin margverðlaunaða og tilnefnda American Hustle og því virðist sem Íslendingar hafi meiri áhuga á teiknimyndum heldur en nýútgefnum verðlaunamyndum.

Þeir sem ljá raddir fyrir helstu persónur teiknimyndarinnar vinsælu eru: Bill Hader, Anna Faris, James Caan, Will Forte, Andy Samberg,Benjamin Bratt, Neil Patrick Harris, Terry Crews, June Christopher.

Cloudy with a Chance of Meatballs 2 er beint framhald samnefndrar myndar sem sló hressilega í gegn fyrir fjórum árum og hlaut mörg verðlaun og viðurkenningar. Flint og flestir aðrir íbúar litla þorpsins í Atlantshafinu hafa neyðst til að yfirgefa þorpið enda er það í rúst eftir mataróveðrið sem geisaði í fyrri myndinni.

Screen Shot 2014-01-20 at 7.49.21 PM