Síðustu þrjár myndir Kvikmyndasafnsins fyrir sumarfrí eru þrjár íslenskar kvikmyndir.
Sú fyrsta er Punktur punktur komma strik sem er fyrsta kvikmynd Þorsteins Jónssonar og var einnig ein fyrsta kvikmynd til að fá styrk úr Kvikmyndasjóði Íslands. Hún verður sýnd 13. og 17. maí.
Önnur myndin er Sódóma Reykjavík sem er af mörgum talin bersta íslenska grínmyndin. Hún er sýnd 20. og 24. maí.
Þriðja myndin er fjölskyldumyndin Stikkfrí eftir Ara Kristinsson. Hún er sýnd 27. maí og 31. maí.
Eftir það halda sýningar áfram í september. Þá verður gott úrval erlendra og íslenskra mynda. Þar á meðal Land og synir og Fjalla-Eyvindur. Allar sýningarnar eru í Bæjarbíó í Hafnarfirði. Miðaverð er 500 krónur. Hægt er að sjá alla dagskránna ásamt frekari upplýsinga á heimasíðu Kvikmyndasafnsins, www.kvikmyndasafn.is.

