Kynlífið fór á netið – Frumsýning á Sex Tape

segssSena frumsýnir gamanmyndina Sex Tape í dag með þeim Cameron Diaz og Jason Segel í aðalhlutverkum.

Hjón sem tóku upp eigin kynlífsleik í gamni sínu uppgötva að upptakan er komin á Netið þar sem allir geta sótt hana!

Kíktu á stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Þau Jay og Annie hafa verið gift í tíu ár og má segja að þau hafi notið lífsins saman, ekki síst kynlífsins sem þau hafa verið óspar á að stunda allt frá upphafi. En tíu ár er langur tími og til að viðhalda neistanum hafa hjónin fundið upp á ýmsu til að krydda tilveruna. Kvöld eitt fá þau þá hugmynd að taka upp kynlífsmyndband með sjálfum sér. Þau stilla Ipadinum upp og hefja leikinn sem stendur síðan yfir í heilar þrjár klukkustundir. Eftir það eru þau svo þreytt að þau sofna. Daginn eftir þegar Jay er að skoða upptökuna áttar hann sig á því að
Ipadinn var stilltur þannig að vídeóupptökur í honum eru sjálfvirkt vistaðar á gagnaskýi og ekki nóg með það heldur samhæfðar öðrum  tölvum sem eru í eigu vina og vinnuveitenda. Þetta þýðir að til að eyða upptökunni er ekki nóg að eyða henni úr skýinu heldur verða hjónin einnig að komast í tölvur annarra sem hafa vistað myndbandið sjálfkrafa úr skýinu. En hvernig eiga þau að fara að því án þess að upp um þau komist í leiðinni?

sex-tape-cameron-diaz-jason-segel2-600x421

Aðalhlutverk:  Jason Segel, Cameron Diaz, Rob Corddry, Rob Lowe, Jack Black, Ellie Kemper og Jolene Blalock

Leikstjórn: Jake Kasdan

Myndin er sýnd í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói Akureyri og er bönnuð innan 12.

Fróðleiksmolar til gamans:

– Þetta er í annað sinn sem þau Jason Segel og Cameron Diaz leika hvort á móti öðru í mynd eftir Jake Kasdan en það gerðu þau einnig í Bad Teacher sem frumsýnd var í júní 2011.

– Myndin er öll tekin upp í Massachusetts-ríki á austurströnd Bandaríkjanna og notuðu framleiðendur heitið Basic Math þegar þeir voru að sækja um leyfi til að kvikmynda á opinberum stöðum þar sem heitið Sex Tape hefði áreiðanlega vakið upp aukaspurningar.