Latifah dettur í lukkupottinn

Leikkonan Queen Latifah hefur aldeilis komið ár sinni vel fyrir borð. Eftir óskarstilnefningu sína fyrir Chicago og stórsmellinn Bringing Down the House, standa henni allar dyr opnar. Tökur á næstu mynd hennar, Barbershop 2, eru ekki einu sinni hafnar, en hún er þegar búin að skrifa undir samning um að leika í mynd um persónu hennar úr framhaldinu. Nefnist sú mynd Beauty Shop, og mun hún fá 10 milljónir dollara fyrir leik sinn í henni. Fjallar hún um það hvernig persóna hennar úr Barbershop 2, ákveður að opna snyrtibúð við hliðina á rakarastofunni hans Ice Cube í Chicago.