Náðu í appið
Öllum leyfð

Bringing Down the House 2003

Frumsýnd: 30. maí 2003

Everything he needed to know about life, she learned in prison.

Enska
Rotten tomatoes einkunn 34% Critics
The Movies database einkunn 39
/100

Peter Sanderson er fráskilinn, stífur lögfræðingur, sem er enn ástfanginn af fyrrverandi eiginkonu sinni, og skilur ekki hvað hann gerði rangt sem varð til þess að hún yfirgaf hann. En hann vill samt halda áfram lífi sínu, og hann er orðinn mjög spenntur fyrir klárri og funheitri konu sem einnig er lögfræðingur, sem hann hefur verið að spjalla við á netinu.... Lesa meira

Peter Sanderson er fráskilinn, stífur lögfræðingur, sem er enn ástfanginn af fyrrverandi eiginkonu sinni, og skilur ekki hvað hann gerði rangt sem varð til þess að hún yfirgaf hann. En hann vill samt halda áfram lífi sínu, og hann er orðinn mjög spenntur fyrir klárri og funheitri konu sem einnig er lögfræðingur, sem hann hefur verið að spjalla við á netinu. En þegar hún kemur heim til hans í fyrsta skipti, þá er hún allt önnur en hann hélt. Þetta er Charlene, kona sem strauk úr fangelsi, sem segist vera saklaus og vill fá Peter til að hjálpa sér að hreinsa nafn sitt. En Peter vill ekki sjá hana, enda setur hún líf hans allt á annan endann, og setur fyrirætlanir hans um að endurheimta eiginkonu sína, og heilla nýjan viðskiptavin sem er milljarðamæringur, í uppnám.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Bringing down the house er um mann sem er að tala við konu online.... hann er búin að sjá mynd af henni og hún er svakalega myndarleg, lögfræðingur og svona. Hann er mjög spenntur og ákveður að hitta hana. Svo þegar þau hittast þá er þetta einvhver allt önnur kona en hann hélt að þetta væri!! Sem verður náttúrulega bara snilld! En þessi mynd er nú bara snilld :)! Ég gat ekki hætt að hlægja.... :D! Skemmtilegur söguþráður og fyndnir leikarar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ótrúlega fyndin mynd og ég hló af öllu mínu afli. Vinnufíkill (Steve Martin,Three Amigos,Bowfinger) er skilinn frá konu sinni en skilur ekki af hverju því að hann heldur að hann var góður faðir og eiginmaður en er reyndar ömurlegur. Þá hittir hann konu á netinu (Quenn Latifah) sem segir að hún sé falleg og hann hittir hana og hann verður mjög hissa auðvitað! Svo verður vinur hans (Eugene Levy,American Pie) ástfanginn af henni en gaurinum er auðvitað alveg sama en það kemur í ljós að konan er góð með börn og er ekkert svo vond.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Steve Martin fær mann að minsta kosti alltaf til þess að brosa og í þessari mynd tekst honum mjög vel upp. Bringing down the house er pínu heimskuleg en engu síður sprenghlægileg mynd sem vel er hægt að hafa gaman af. Steve gamli fer með hlutverk einmanna fráskilins manns sem heldur að hann sé að detta í lukkupottinn með tágrannri, þrælmyndalegri ljósku en þess í stað bankar upp á hjá honum spik feit, þræl ómyndaleg (forljót) blökkukona sem gerir honum lífið leitt svo um munar. En getur þessi kona samt sem áður hafa verið það sem hann vantaði.

Vel þess virði að sjá en þó er alveg nóg að bíða eftir videoinu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Létt og skemmtileg gamanmynd sem ætti að koma öllum í gott skap. Allavega ekta skemmtun. Hér segir frá lögfræðingnum Peter Sanderson (Steve Martin) sem ennþá er yfir sig ástfanginn af fyrrum konunni sinni Kate (Jean Smart), og skilur reyndar bara ekkert í afhverju hún fór frá sér. Hann er ósköp einmana eftir skilnaðinn og ákveður til að reyna að koma lífi sínu á réttan kjöl að kynnast öðrum konum. Hann fer að spjalla við Charlene (Queen Latifah) á spjallrás á Netinu og hefur hug á að kynnast henni betur. Þegar á reynir er hinsvegar ljóst að Charlene hefur ekki alveg gefið upp réttar upplýsingar um sig og uppruna sinn og fortíð. Fyrr en varir hefur hún snúið lífi Peters alveg við. Stefnt í voða viðskiptasamningi hans við Frú Arness (Joan Plowright), gert samband hans við konuna fyrrverandi og börnin (Kimberly J. Brown og Angus T. Jones) illu verra. Steve Martin er sem ávallt fyrr traustur í aðalhlutverkinu, leikur hér sem oft áður hinn elskulega einfeldning sem lendir í aðstæðum sem erfitt er að leysa almennilega úr. Senuþjófurinn er hinsvegar hin magnaða Queen Latifah (Chicago, The Bone Collector) sem fer á kostum í hlutverki hinnar skapmiklu og stjórnsömu Charlene. Hún er vön því að fá sínu fram og aumingja Peter á erfitt með að ráða við hana. Steve Martin og Queen Latifah eiga hér góðan samleik og halda myndinni uppi bókstaflega. Einnig er Joan Plowright (ekkja Sir Laurence Olivier) góð að vanda og fer vel með hlutverk frú Arness. Í heildina er því Bringing down the House góð skemmtun. Framundan er góð kvöldstund hjá þeim sem horfa á hana. Mæli hiklaust með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Martin og Latifah smella saman
Þegar traustir leikarar sameinast í eina mynd þar sem allir smella saman þá ætti ekki að vera mikil ástæða til að spá í handritinu, sem er einmitt tilfellið hérna. Steve Martin og Queen Latifah eru óborganleg hér, með samleik sem er nógu þéttur til að maður haldi út glotti út alla myndina.

Húmor er líka á góðu plani, og stór hluti af honum felst í samskipti aðalleikaranna (einnig ásamt skemmtilegum uppákomum hjá hinum ávallt kostulega Eugene Levy). Það líklegasta til að draga myndina niður væri klisjan í handritinu, eða það hversu hræðilega dæmigerð sagan reyndist vera á endanum. En eins og ég tók fram eru leikararnir það sem heldur myndinni gangandi, svo líka ýmsir kostulegir brandarar (og skemmtilegur boðskapur sem kommentar á rasisma), og ég efast um að það þurfi meira til þegar gamanmynd er um að ræða.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn