Mér finst nú ekkert voðalega gaman af þessum gerðum mynda en þessi er alveg furðu góð. Hún segir af ungum manni sem rekur rakarastofu sem að er ekki alvega að skila þeim hagnaði sem h...
Barbershop (2002)
"Everyone's gettin' lined up."
Einn dagur á rakarastofu í suðurhluta Chicago.
Öllum leyfð
BlótsyrðiSöguþráður
Einn dagur á rakarastofu í suðurhluta Chicago. Calvin, sem fékk stofuna, sem gengur ekkert alltof vel, í arf frá föður sínum, sér stofuna eingöngu sem byrði og tímasóun. Eftir að hafa selt rakarastofuna til veðlánara í hverfinu, þá byrjar Calvin smátt og smátt að átta sig á framtíðarsýn föður síns og því sem hann skildi eftir sig, og fer að sjá eftir ákvörðun sinni. Í rakarastofunni koma ýmsar skrautlegar persónur saman, og segja sögur og brandara. Eddie er gamall rakari sem vinnur á stofunni, og hefur sterkar skoðanir á hlututunum en fáa viðskiptavini. Jimmy er vel menntaður rakari sem þolir ekki Isaac, nýja hvíta rakarann, sem vill bara fá tækifæri til að klippa hár. Ricky er fyrrum tugthúslimur sem hefur brotið tvisvar af sér og er að reyna að halda sig réttu megin við lögin. Terri er hörkukvendi sem á erfitt með að hætta með kærastanum. Og að lokum er það Dinka, rakari sem er skotinn í Terri.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Gagnrýni notenda (1)
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráFramleiðendur


















