Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Barbershop 2002

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Everyone's gettin' lined up.

102 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 82% Critics
The Movies database einkunn 66
/100

Einn dagur á rakarastofu í suðurhluta Chicago. Calvin, sem fékk stofuna, sem gengur ekkert alltof vel, í arf frá föður sínum, sér stofuna eingöngu sem byrði og tímasóun. Eftir að hafa selt rakarastofuna til veðlánara í hverfinu, þá byrjar Calvin smátt og smátt að átta sig á framtíðarsýn föður síns og því sem hann skildi eftir sig, og fer að sjá... Lesa meira

Einn dagur á rakarastofu í suðurhluta Chicago. Calvin, sem fékk stofuna, sem gengur ekkert alltof vel, í arf frá föður sínum, sér stofuna eingöngu sem byrði og tímasóun. Eftir að hafa selt rakarastofuna til veðlánara í hverfinu, þá byrjar Calvin smátt og smátt að átta sig á framtíðarsýn föður síns og því sem hann skildi eftir sig, og fer að sjá eftir ákvörðun sinni. Í rakarastofunni koma ýmsar skrautlegar persónur saman, og segja sögur og brandara. Eddie er gamall rakari sem vinnur á stofunni, og hefur sterkar skoðanir á hlututunum en fáa viðskiptavini. Jimmy er vel menntaður rakari sem þolir ekki Isaac, nýja hvíta rakarann, sem vill bara fá tækifæri til að klippa hár. Ricky er fyrrum tugthúslimur sem hefur brotið tvisvar af sér og er að reyna að halda sig réttu megin við lögin. Terri er hörkukvendi sem á erfitt með að hætta með kærastanum. Og að lokum er það Dinka, rakari sem er skotinn í Terri. ... minna

Aðalleikarar


Mér finst nú ekkert voðalega gaman af þessum gerðum mynda en þessi er alveg furðu góð.

Hún segir af ungum manni sem rekur rakarastofu sem að er ekki alvega að skila þeim hagnaði sem hún þyrfti að skila.

Þetta er bull húmor af bestu gerð, hefur formúluna á bak við sig með gamla kallinum sem veit allt, og fer reyndar af kostum í myndinni. Klaufunum sem byrja á því að ræna hraðbanka og straunglast svo við það alla myndina að reyna að opna hann, heimska fíflinu sem er yfirsig ástfanginn af freku gellunni, gáfaða gerpinu sem enginn virðist þola, hörkutólið á skilorðinu og gangsterinn sem vill eignast allt.

Hin besta skemmtun, ef þér leist vel á Friday myndirnar þá lýst þér vel á þessa hún er hinsvegar mun rólegri heldur en sú sería.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn