Ekki er nóg með að síðustu ár hafa fimm myndir byggt upp það sem verður án efa ein stærsta ofurhetjumynd allra tíma, heldur eru flestar af þeim myndum búnar eða eru að fá framhöld. Eitt það fyrsta sem kemur út eftir hina massívu Avengers mynd verður Thor 2 en nú standa yfir viðræður til að finna leikstjóra fyrir verkefnið þar sem leikstjóri þeirrar fyrri, Kenneth Branagh, mun ekki snúa aftur. Þó að ekkert er staðfest kemur hún Patty Jenkins, sem leikstýrði Óskarsverðlaunamyndinni Monster árið 2003, til greina sem leikstjóri framhaldsins, en það yrði þá í fyrsta skiptið sem kvenkyns leikstjóri tæki að sér verkefni fyrir Marvel Studios.
Nú þegar hefur myndin verið sett á útgáfudaginn 26. júlí 2013, en aðalleikari fyrstu myndarinnar, Chris Hemsworth mun snúa aftur; ásamt því verður myndin skrifuð af Don Payne sem var einn af sex handitshöfundum Thor.