Thor og Hulk berjast í fyrstu stiklu úr Thor: Ragnarok

Það er líf og fjör og dúndrandi Led Zeppelin tónlist í fyrstu stiklunni fyrir Marvel ofurhetjumyndina Thor: Ragnarok sem kom út í dag. Í stiklunni sjáum við Thor, sem Chris Hemsworth leikur, meðal annars í kröppum dansi oftar en einu sinni, hlekkjaðan og bundinn, og svo þar sem hann þarf að slást við „vinnufélaga sinn“, sjálfan Hulk, sem Mark Ruffalo leikur, í einhversskonar hringleikahúsi.

Í stiklunni sjáum við svo auðvitað Loka, í túlkun Tim Hiddleston og fleiri góða menn og konur.

Söguþráður myndarinnar er þessi: Þór er fangi hinum megin í alheiminum, án hamarsins og á nú í kapphlaupi við tímann til að komast aftur heim til Ásgarðs til að stöðva heimsendi, eða Ragnarök, sem hin miskunnarlausa Hera er ábyrg fyrir. En fyrst þarf hann að berjast fyrir lífi sínu í skylmingarkeppni þar sem hann etur kappi við fyrrum bandamann sinn og félaga í Avenger hópnum – græna risann Hulk. …

Aðrir helstu leikarar eru Benedict Cumberbatch, Cate Blanchett, Anthony Hopkins, Idris Elba, Jaimie Alexander, Tessa Thompson, Karl Urban, Jeff Goldblum og Sam Neill. Leikstjóri er Taika Waititi, en myndin er væntanleg í bíó í byrjun nóvember nk.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan og glænýtt plakat þar fyrir neðan: