Leikur illmennið í The Equalizer

Marton Csokas hefur verið ráðinn sem illmennið í The Equalizer sem fer í tökur í Boston í sumar.

csokas

Denzel Washington leikur aðalhlutverkið í myndinni sem er gerð eftir samnefndum sjónvarpsþáttum frá níunda áratugnum.

Washington leikur Robert McCall, fyrrverandi leyniþjónustumann, sem hjálpar þeim sem eiga um sárt að binda. Edward Woodward lék McCall í sjónvarpsþáttunum.

Leikstjóri verður Antoine Fuque, sem leikstýrði Washington í Óskarsverðlaunahlutverki hans í Training Day.

Csokas, sem er frá Nýja Sjálandi, er þessa dagana að leika í The Amazing Spider-Man 2. Hann kláraði nýlega að leika í Sin City: A Dame To Kill For. Hann lék áður Celeborn í The Lord of the Rings-myndunum.