Leitar að sínum innri jólasveini

Gamanleikarinn James Corden ætlar að skella sér í jólasveinabúning á næsta ári, en hann hefur ákveðið að leika í fjölskyldumyndinni School For Santas, eða Jólasveinaskólinn.

Corden, sem er 34 ára gamall, hefur áður gert myndir eins og Can A Song Save Your Life og leikið söngvarann Paul Potts sem sló í gegn í X-Factor í Bretlandi, í myndinni One Chance.

Working Title framleiðir myndina sem fjallar um óheppinn pabba sem þarf að finna jólaandann og finna sinn innri jólasvein, til að vinna börnin sín aftur á sitt band.

Enginn leikstjóri hefur verið ráðinn, en myndin verður tekin upp í London og New York á næsta ári.

Hér að neðan er Corden að kynna söngkonuna Adele á Brit verðlaununum í Bretlandi: