Lenda saman á flughræðslunámskeiði – Fyrsta stikla og plakat fyrir Northern Comfort

Fyrsta stikla og plakat er komið út fyrir íslensku gamanmyndina Northern Comfort. Einnig er kominn splunkunýr söguþráður og uppfærður frumsýningardagur!

Söguþráðurinn er eftirfarandi: Fyrrverandi sérsveitarhermaður, stressaður byggingaverkfræðingur, áhrifavaldur með hálfa milljón fylgjendur og vanhæfur leiðbeinandi lenda saman á flughræðslunámskeiði. Lokaprófraunin er svokallað útskriftarflug frá London til Íslands sem reynist vera þrautinni þyngri. Ráðvillt á Íslandi neyðist hópurinn til að vinna saman að því að sigrast á óttanum, breiða út faðminn… og fljúga!

Northern Comfort (2023)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6

Fyrrverandi sérsveitarmaður, stressaður byggingaverkfræðingur, áhrifavaldur með hálfa milljón fylgjenda og vanhæfur leiðbeinandi lenda saman á flughræðslunámskeiði. Lokaprófraunin er svokallað útskriftarflug frá London til Íslands sem reynist vera þrautinni þyngri. ...

Leikstjóri er Hafsteinn Gunnar Sigurðsson sem nýverið gerði sjónvarpsþættina Aftureldingu meðal annars.

Kvik­mynd­in verður frum­sýnd á Íslandi 15. sept­em­ber en sýn­ing­ar­rétt­ur á ­mynd­inni hef­ur þar að auki verið seld­ur til allra Norður­land­anna, Belg­íu, Hol­lands, Lúx­em­borg­ar, Ástr­al­íu, Ítal­íu, Spán­ar, Portú­gals og Pól­lands, auk fleiri landa.

Upp úr ára­mót­um verður mynd­in sýnd á Net­flix í Bretlandi, að því er Hafsteinn segir í samtali við mbl.is

Meðal leikenda er hinn þekkti breski leikari Timothy Spall sem kannski er þekkt­ast­ur hér á landi fyr­ir að leika Peter Pettigrew í Harry Potter kvik­mynd­un­um.