Lestu Hungurleikanna á undan myndinni!

Nokkrir dagar í eina af stærri myndum ársins (aðsóknarlega séð), dómar hafa hingað til verið flestir jákvæðir og Kvikmyndir.is ætlar að gefa nokkrum heppnum aðilum eintak af bókinni góðu (þökk sé vinum okkar frá Forlaginu).

Þríleikurinn úr smiðju Suzanne Collins um Katniss Everdeen og baráttu hennar við Capitol hafa selst í óteljandi magni um allan heim og er myndinni spáð alveg trylltri opnun núna um helgina. En þar sem þetta er aðeins fyrsta sagan af þremur sem við sjáum kvikmyndaða erum við einungis að bjóða upp á fyrstu bókina (sem að margra mati er sú besta) og er eina leiðin til þess að vinna hana sú að senda okkur tölvupóst (tommi@kvikmyndir.is) með nafni þínu.

Flóknara er það ekki að þessu sinni. Dregið verður síðan úr nöfnum á fimmtudaginn.

Svo ætlum við að krydda aðeins upp á dílinn og gefa þrívíddarbókamerki (sem eru reyndar geggjað töff!) með hverri bók ásamt Hunger Games-hliðartösku og bol!

Gangi ykkur vel!