Leyniskyttan tekst á við öflugri óvini

Í fjórðu myndinni um leyniskyttuna John Wick sem leikin er af Keanu Reeves, og kemur í bíó í dag, tekst söguhetjan á við hættulegustu andstæðinga sína til þessa. Hann hefur fundið leið til að sigra háborðið, en áður en hann getur öðlast frelsi frá leynisamtökunum sem hann tilheyrir þarf hann að takast á við nýja óvini. Óvini með öfluga bandamenn um allan heim og öfl sem breyta gömlum vinum í óvini.

John mætir andstæðingum sínum á sama tíma og lausnargjaldið sem greitt er fyrir að hafa hendur í hári hans hækkar stöðugt og hefur aldrei verið hærra.

Wick hugsar málin.

John Wick: Chapter 4 (2023)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8
Rotten tomatoes einkunn 94% Rotten tomatoes einkunn93%

John Wick tekst nú á við hættulegustu andstæðinga sína til þessa, á sama tíma og lausnargjaldið sem greitt er fyrir að hafa hendur í hári hans, hækkar stöðugt og hefur aldrei verið hærra. ...

Tæp fjögur ár eru liðin frá frumsýningu þriðju myndarinnar um John Wick og því ljóst að aðdáendur hetjunnar hafa beðið John Wick: Chapter 4 með eftirvæntingu. Fyrsta myndin John Wick kom út árið 2014. Í kjölfarið fylgdu tvær framhaldsmyndir; John Wick: Chapter 2 árið 2017 og John Wick: Chapter 3 – Parabellum árið 2019.

Tvær hliðarsögur eru í framleiðslu og koma út á þessu ári, þættirnir The Continental og kvikmyndin Ballerina.

Fæðingarnafnið er Jardani

Fæðingarnafn John Wick er Jardani Jovanovich. Hann fæddist í Padhorje í Sovétríkjunum 1964. Á ákveðnum tímapunkti fengu glæpasamtökin Ruska Roma hann til liðs við sig og kenndu honum bardagalist, vopnaburð, taktískan akstur, undankomufræði og fleira. John Wick er meistari í ýmsum bardagastílum: japönsku jiu-jitsu, brasilísku jiu-jitsu, júdó, gun fu og sambo.

Fróðleikur:

-Í ágúst 2020 var tilkynnt að fimmti kafli sögunnar um John Wick væri á teikniborðinu og að myndin yrði tekin upp samhliða fjórða kafla. Síðar var þó ákveðið að taka kafla fjögur upp einan og sér og óvíst er hvort fimmti kafli verði að veruleika. Keanu Reeves hefur sagt að það velti á viðbrögðum áhorfenda við fjórða kafla.

-Þegar leikstjórinn Chad Stahelski var beðinn að lýsa John Wick Chapter 4 í viðtali við kvikmyndatímaritið Empire sagði hann: „Ef þú lætur The Good, The Bad and The Ugly mæta Zatoichi og bætir við grískum goðsögum þá færðu líklega eitthvað í líkingu við myndina.“

Aðalhlutverk: Keanu Reeves, Donnie Yen, Ian McShane, Bill Skarsgård, Laurence Fishburne, Clancy Brown

Handrit: Michael Finch, Derek Kolstad, Shay Hatten

Leikstjórn: Chad Stahelski

Umfjöllunin birtist fyrst í Kvikmyndum mánaðarins, fylgiriti Fréttablaðsins.