Logan þreyttur – opinber söguþráður birtur

Þónokkur eftirvænting ríkir eftir myndinni Logan, svanasöng X-men ofurhetjunnar Wolverine. Miðað það sem við höfum þegar séð í stiklu myndarinnar þá er útlit fyrir að hún verði nokkuð ólík fyrri Wolverine myndum. Ákveðinn tregi  virðist lita myndina, og nánd mikil á milli aðalpersónanna.

Slagsmálin og bardagarnir eru þó á sínum stað.

logan-hugh-jackmn

Í dag var söguþráður myndarinnar birtur í fyrsta skipti, og það er óhætt að segja að hann sé stuttur, góður og myrkur. Kíktu á hann hér á Twitter færslu frá Hugh Jackman sjálfum:

 

Á twitter myndinni stendur: „Í nálægri framtíð, þá er þreytulegur Logan að annast Professor x, sem er orðinn aldraður og veikur og er í felum við mexíkósku landamærin við Bandaríkin. En tilraunir Logan til að fela sig og Professor X fyrir umheiminum, fara út um þúfur þegar ungur stökkbreyttur kemur, en dimm og drungaleg öfl veita honum eftirför.

Logan kemur í bíó hér á Íslandi 3. mars nk.