X-Men 4 enn á dagskrá

Það styttist í að nýjasta mynd X-Men kvikmyndabálksins lenti í kvikmyndahúsum, en margir héldu að hún stafaði lok hefðbundinna framhalda í seríunni. Rétt eins og X-Men Origins: Wolverine mun hin nýja X-Men First Class gerast á undan fyrstu þremur myndunum og fjalla um fæðingu ofurhetjuhópsins merka.

Lauren Shuler Donner, stórframleiðandi, hefur fullvissað Empire tímaritið að svo sé ekki. Samkvæmt henni er beint framhald, X-Men 4, enn á dagskrá. „Við erum komin með söguna og hún gerist beint á eftir X-Men: Last Stand. Við fórum með hugmyndina til Fox og þeir elskuðu hana.“ sagði Donner, og bætti því við að X-Men 4 myndi leiða beint í X-Men 5.

Ekki er vitað hvort leikarar á borð við Halle Berry, Patrick Stewart og Ian McKellen myndu snúa aftur í heim stökkbreyttra furðufugla og ofurhetja.