Hoult hreppir Jack the Giant Killer

Ungstirnið Nicolas Hoult, sem bíógestir munu sjá næst í stórmyndinni X-Men: First Class, er nú í viðræðum og er búist við að hann taki að sér aðalhlutverkið í Jack the Giant Killer. Myndin er uppfærsla á sígildu sögunni um Jóa og baunagrasið, en með önnur hlutverk fara Bill Nighy og Stanley Tucci.

Leikstjóri myndarinnar, Bryan Singer, hefur sagt myndina epíska ævintýramynd sem fjallar um ungan bóndastrák sem leggur á vit ævintýranna til að bjarga prinsessu úr klóm ills risa.

– Bjarki Dagur