Tvö ný plaköt fyrir X-Men: First Class

Nú styttist óðum í að næsta myndin um stökkbreytingana í X-Men lendi í bíóhúsum, en nýlega lenti stikla úr myndinni á vefnum og sló heldur betur í gegn. Vefsíðan FilmZ hefur sett tvö ný plaköt fyrir myndina á netið, en myndin fjallar um samband þeirra Magneto og Professor X áður en upp úr sauð.

X-Men: First Class er í leikstjórn Matthew Vaughn, en með aðalhlutverkin tvö fara þeir Michael Fassbender og James McAvoy. X-Men: First Class kemur í kvikmyndahús hérlendis í sumar.

– Bjarki Dagur