Fyrsta stikla úr X-Men: First Class!

Nú er fyrsta stiklan úr stórmyndinni X-Men: First Class lent á netinu. Myndin, sem er í leikstjórn Matthew Vaughn, sem færði okkur Kick-Ass, gerist á undan atburðum fyrri myndanna þriggja og fjallar um samband þeirra Charles Xavier (Professor X) og Erik Lensherr (Magneto) áður en til átaka þeirra kom.

Samkvæmt Vaughn er myndin ekki beintengd þeim fjórum X-Men myndum sem hafa nú þegar komið út og tekur sér viss leyfi til að breyta hlutum og staðreyndum. Líkt og með fyrri myndirnar er leikarahópurinn stór, en í fararbroddi eru þeir James McAvoy sem Professor X, Michael Fassbender sem Magneto og Kevin Bacon sem skúrkurinn Sebastian Shaw.

– Bjarki Dagur