Wolverine 2 hugsanlega í gang næsta vor

Tökur á Wolverine 2 gætu frestast fram á næsta vor, að því er segir í frétt á vefsíðunni Deadline.com. Engin föst dagsetning var reyndar komin fyrir fyrsta tökudag, en stefnt var að því að byrja nú í haust.

Handrit að myndinni skrifar Christopher McQuarrie og aðalhlutverk leikur að sjálfsögðu ástralski leikarinn Hugh Jackman og leikstjóri er James Mangold.

Samkvæmt handriti myndarinnar þá gerist sagan að mestu í Japan, en heimildir segja að það sé erfitt að finna góða tökustaði þessa dagana í Japan, m.a. vegna veðurskilyrða. Þessvegna gæti farið svo að tökur myndu fara fram í Kanada, eða í báðum löndunum. Orðrómur segir einnig að tökur muni ekki byrja fyrr en Jackman er búinn að leika í Les Miserables.

Það er samt engan bilbug að finna á 20th Century Fox, sem er ákveðið í að gera myndina, sem er hliðarmynd, spinoff, af X-men myndaflokknum. James Mangold var ráðinn í leikstjóradjobbið í sumar, eftir að Darren Aronofsky sagði sig frá verkefninu í mars sl.

Þetta er því allt saman pínu óljóst ennþá, en aðdáendur Wolverine ættu að gera verið nokkuð vongóðir um að myndin verði gerð á endanum.