Love Actually framhald – tökur hafnar

Tökur eru hafnar á „framhaldi“ hinnar sígildu bresku rómantísku gamanmyndar Love Actually. Um er að ræða 10 mínútna þátt sem tekinn er upp fyrir breska Comic Relief. Í þættinum koma allir helstu leikarar myndarinnar saman á ný.

Eins og sést í myndbandi hér neðar á síðunni þá hófu þeir Liam Neeson og Thomas Brodie-Sangster leik á South Bank í London, en þeir  leika feðgana Daniel og Sam.

Emma Freaud, stjórnandi Dags rauða nefsins, deildi myndum af tökunum á Twitter.

 

 

Aðrir leikarar, þau Keira Knightley, Hugh Grant, Martine McCutcheon, Colin Firth, Bill Nighy og Andrew Lincoln eru einnig talin munu leika í þættinum, sem ber heitið Red Nose Day Actually. Í þættinum verður skoðað hvað persónur myndarinnar eru að gera í nútímanum, árið 2017.

Þátturinn verður sýndur á Degi rauða nefsins á BBC þann 24. mars nk.

Richard Curtis leikstjóri upprunalegu myndarinnar segir að honum sjálfum hafi aldrei dottið í hug að búa til framhald af myndinni. „…. en mér fannst það skemmtileg hugmynd að gera 10 mínútna mynd, til að sjá hvað fólkið væri að gera í dag.

Hver ætli hafi elst best? – Ætli það sé ekki stóra spurningin … eða er það ekki bara Liam?“

Kíktu á myndbandið hér fyrir neðan: