Lundgren pumpar fyrir Ivan Drago hlutverk

Þeir sem grannt hafa fylgst með Sylvester Stallone upp á síðkastið hafa tekið eftir að hann er allt annað en dulur, er kemur að fregnum um endurkomu sænska tröllsins Dolph Lundgren í hlutverki rússneska hnefaleikamannsins Ivan Drago í kvikmyndinni Creed 2. Fyrir um mánuði síðan deildi Stallone mynd á Instagram reikningi sínum af hroðalegu hrafnasparki í stílabók, en þar var á ferðinni uppkast að handriti fyrir myndina, og Drago kom þar við sögu.

Í gær bætti Dolph Lundgren sjálfur um betur og deildi myndbandi á Instagram reikningi sínum, en þar sést hinn sextugi leikari, fara í gegnum hörku æfingaprógramm í lyftingasalnum.

Ekki er enn 100% skýrt hve stórt hlutverk Drago muni leika í myndinni, en talið er nokkuð víst að hann muni standa við hlið sonar síns í bardaga við Adonis Creed úr fyrri myndinni. 

Búist er við að bardaginn hefjist í bíóhúsum einhverntímann á næsta ári.

Kíktu á Lundgren hér fyrir neðan:

Getting ready for something big! 👊 @officialslystallone #Creed2 #IvanDrago

A post shared by Dolph Lundgren (@dolphlundgren) on