Margir vilja stökkbreyttan Cable

Síðan það sást svart á hvítu í lokin á ofurhetjumyndinni vinsælu Deadpool, eftir að kreditlistinn hafði rúllað, að ofurhetjan Cable myndi koma við sögu í Deadpool 2, þá hafa ýmsir gefið kost á sér í hlutverkið. Fyrst var það Dolph Lundgren og nú hefur Hellboy leikarinn Ron Perlman einnig stungið upp á sjálfum sér í hlutverkið, en Cable er stökkbreyttur tímaferðalangur.

„[…] er ekki persóna að nafni Cable væntanlegur? Hann er svona stór gaur? Ég held að ég gæti látið til mín taka þar, geri ég ráð fyrir. Sjáum til. Þegar ég sá myndina, þá sá ég að hann er nokkuð líkur Ivan Drago ( persóna sem Lundgren lék í Rocky 4 ) í bland við Gunnar Jensen ( persóna sem Lundgren lék í The Expendables)  … ég veit ekki,“ sagði Dolph Lundgren við Nerdist vefsíðuna.

dolph

Hér fyrir neðan er Instagram færsla Perlman, en þar segist hann vera sá eini sem er með eins hár og ofurhetjan!:

Even my fave artist got into the fray…

A photo posted by Ron Perlman (@perlmutations) on