Framleiðendur James Bond myndanna virðast ætla að fylgja í fótspor Hobbitans, og bjóða okkur upp á smá innsýn í framleiðslu Skyfall í stuttum myndskeiðum sem sett eru á 007.com. Þetta myndband frá leikstjóranum Sam Mendes er þó mun styttra en þau sem Peter Jackson hefur boðið okkur upp á, en sýnir okkur samt aðeins frá tjaldabaki myndarinnar. Mendes tjáir sig talsvert um verkefnið og tekur fram að þetta er fyrsta myndin sem hann tekur upp í Bretlandi, og segist hann líta á „amerísku árin“ sín sem æfingu fyrir Bond. Sú staðhæfing er vonandi góðs viti. Hér er bloggið: