Miller formaður dómnefndar í Cannes

Ástralski leikstjórinn George Miller verður formaður dómnefndar á kvikmyndahátíðinni í Cannes. FURY ROAD

Miller, sem síðast sendi frá sér Mad Max: Fury Road, mun afhenda Gullpálmann í maí næstkomandi.

„Þvílíkur unaður. Að vera viðstaddur þessa sögufrægu hátíð og afhjúpa kvikmyndaperlur víðs vegar að úr heiminum,“ sagði Miller og bætti við að þetta væri mikill heiður.

Á síðasta ári voru bræðurnir Joel og Ethan Coen formenn dómnefndar.

Miller, sem er sjötugur, verður fyrsti Ástralinn til að gegna þessu hlutverki.