Mission: Impossible á toppinn með 4.300 gesti

Hinn magnaði Tom Cruise í hlutverki Ethan Hunt brunaði beint á topp íslenska aðsóknarlistans um síðustu helgi í kvikmyndinni Mission: Impossible – Dead Reckoning – Part One. Cruise skákaði þar með annarri stjórstjörnu, Harrison Ford í hlutverki Indiana Jones í myndinni Indiana Jones and the Dial of Destiny, en hann þarf að gera sér annað sætið að góðu þessa vikuna.

4.300 sáu Mission: Impossible en rúmlega 1.800 sáu Indiana Jones.

Í þriðja sæti er svo teiknimyndinni Elemental en hún færist einnig niður um eitt sæti á milli vikna.

Nýja teiknimyndin Ofurljónið fór beint í áttunda sæti aðsóknarlistans.

Sjáðu íslenska bíólistann í heild sinni hér fyrir neðan: