Cruise flaug beint á toppinn

Tom Cruise hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá íslenskum bíógestum, og engin breyting varð á því nú um helgina þegar nýjasta mynd hans American Made, flaug beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans, ný á lista.

Toppmynd síðustu viku, teiknimyndin Emojimyndin, fór niður í annað sætið og í þriðja sætinu situr önnur ný mynd, Skrímslafjölskyldan. 

Þrjár aðrar nýjar myndir eru á listanum. Bruce Willis myndin Once Upon a Time in Venice fer beint í 11. sætið, gamanmyndin The Big Sick fer beint í það tólfta og verðlaunamyndin The Square fer beint í 20. sæti listans.

Sjáðu íslenska bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: