Mrs. Doubtfire snýr aftur

doubtfireGamanmyndin Mrs. Doubtfire, með Robin Williams í aðalhlutverki, naut gríðarlegra vinsælda þegar hún kom út árið 1993. Nú rúmum 20 árum síðar hefur verið ákveðið að gera framhald og hefur Williams verið ráðinn á ný í hlutverkið spaugilega.

Upprunalega myndin fjallar um atvinnulausa leikarann, Daniel Hillard, sem fær vin sinn til að farða sig sem eldri konu (Mr. Doubtfire) til þess að umgangast börnin sín meir eftir að konan hans skilur við hann og fær forræði yfir börnunum. Förðunin virkar það vel að jafnvel konan hans til 14 ára ræður „hana“ til þess að passa börnin þeirra.

Chris Columbus leikstýrði myndinni og mun hann að öllum líkindum leikstýra framhaldinu. Handritshöfundur Elf, David Berenbaum, hefur hafið störf við að skrifa myndina, en sú vinna er á byrjunarstigi.