Mun Ofur – Phoenix vernda Jörðina?

Mikið er nú talað um það í Hollywood hver komi til með að hreppa hlutverk Marvel ofurhetjunnar Dr. Strange, eða Dr. Stephen Vincent Strange, eins og hann heitir fullu nafni. Fyrr í sumar var orðrómur í gangi um að Joaquin Phoenix væri um það bil að fara í búninginn, en einnig hafa menn verið að ræða um menn eins og Jack Huston. En samkvæmt JoBlo vefsíðunni þá er nafn Phoenix það sem enn er líklegast.

phoenix-strange

Collider vefsíðan heldur því fram að ekki sé einungis um orðróm og slúður að ræða heldur sé Phoenix um það bil að fara að skrifa undir samning.

Ef Óskarsverðlaunahafinn Phoenix hreppir hlutverkið þá yrði hann stærsta stjarnan til að taka að sér titilhlutverk í Marvel mynd til þessa, en frægðarsól Robert Downey Jr. hafði hnigið mjög þegar hann tók að sér hlutverk Iron Man, sem hann gerði svo með þvílíkum glans að stjarna hans skín nú skært á stjörnuhimninum á ný.

Dr_Strange_by_Steve_DitkoAðrir leikarar í titilhlutverkum í Marvel myndum hafa verið minna þekktir þegar þeir tóku hlutverkin að sér, en þekktu nöfnin hafa frekar komið fram í aukahlutverkum, eða í hlutverkum þorpara.

Doctor Strange er fyrrum taugaskurðlæknir sem er, sem ofurhetja, aðal verndari Jarðar gegnt töframætti og öðrum dularfullum öflum.

Kvikmyndinni verður leikstýrt af Scott Derrickson og kemur í bíó 8. júlí, 2016.