Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Shakespeare í nýju ljósi
Shakespeare in love er búningadrama sem vann verðlaunin besta mynd á óskarnum. Myndin er skáldskapur en byggist upp á raunverulegu fólki og atburðum og að mestu leyti getgátum um líf Shakespeare sem lítið er í raun og veru vitað um.
Myndin hefst á því að Will Shakespeare þarf að skrifa nýjan gamanleik Romeo and Ethel the pirate's daughter. Hann fær algjöra ritstíflu en byrjar þó að ráða leikara til sín. Sá sem hann ræður í hlutverk Romeo er kona, en þær máttu ekki leika á þessum tíma, sem þykist vera maður. Fljótlega verður hann ástfanginn af konunni Violu. En á meðan ástarmál þeirra flækjast og verða dramatísk breytist saga hans um Romeo.
Ég þurfti að horfa á þessa mynd fyrir skólann en hafði mjög gaman af og mæli ég ekki einungis með henni fyrir áhugamenn Shakespeare.
Myndin vann heilan helling af óskarsverðlaunum, meðal annars vann Judi Dench sem er algjör snilingur í hlutverki sínu sem Elísabet fyrsta óskar fyrir aukahlutverk og Gwyneth Paltrow sem Viola ástkona Shakespeare fyrir aðalhlutverk.
Fólk ætti ekki að fælast frá þessari mynd vegna þess að hún eigi að gerast á 16. öld því fólk var alveg með húmor þá líka!
Shakespeare in love er búningadrama sem vann verðlaunin besta mynd á óskarnum. Myndin er skáldskapur en byggist upp á raunverulegu fólki og atburðum og að mestu leyti getgátum um líf Shakespeare sem lítið er í raun og veru vitað um.
Myndin hefst á því að Will Shakespeare þarf að skrifa nýjan gamanleik Romeo and Ethel the pirate's daughter. Hann fær algjöra ritstíflu en byrjar þó að ráða leikara til sín. Sá sem hann ræður í hlutverk Romeo er kona, en þær máttu ekki leika á þessum tíma, sem þykist vera maður. Fljótlega verður hann ástfanginn af konunni Violu. En á meðan ástarmál þeirra flækjast og verða dramatísk breytist saga hans um Romeo.
Ég þurfti að horfa á þessa mynd fyrir skólann en hafði mjög gaman af og mæli ég ekki einungis með henni fyrir áhugamenn Shakespeare.
Myndin vann heilan helling af óskarsverðlaunum, meðal annars vann Judi Dench sem er algjör snilingur í hlutverki sínu sem Elísabet fyrsta óskar fyrir aukahlutverk og Gwyneth Paltrow sem Viola ástkona Shakespeare fyrir aðalhlutverk.
Fólk ætti ekki að fælast frá þessari mynd vegna þess að hún eigi að gerast á 16. öld því fólk var alveg með húmor þá líka!
Shakespeare in Love er hreint út sagt frábært búningagamandrama sem fetar mjög vel hið hættulega einstigi milli gamans og alvöru en best virkar hún sem gamanmynd. Shakespeare, Joshep Fiennes, getur ekki lokið við nýjasta verk sitt, Rómeó og Ethel, dóttir sjóræningjans. Hann þjáist af ritstíflu og er undir miklum þrýstingi frá vinnuveitanda sínum, Geoffrey Rush, til að ljúka verkinu. En þá kynnist hann hinni gullfallegu lafði Violu, Gwyneth Paltrow. Hann verður samstundis ástfanginn af henni og hún er ástfangin af skrifum hans og verður þar af leiðandi ástfangin af honum. En hún er lofuð hinum óþolandi Lord Wessex, Colin Firth, og að vilja sjálfrar Elísabetar drottningar, Judy Dench. Shakespeare getur aftur farið að skrifa og þótt að Viola geti ekki flúið þetta hjónaband þá ætlar hún að klára leikritið, sem heitir nú Rómeó og Júlía. Það hjálpast allt við að gera þessa mynd góða. Búningarnir eru frábærir og hljóta að vinna óskarinn, myndatakan fín, tónlistin eftirminnileg og öll tæknivinna eins og best verður á kosið. Gwyneth Paltrow er frábær sem Viola en bestur er Geoffrey Rush og fer hann á kostum. Joseph Fiennes er hins vegar ekkert spes og er stóri bróðir hans, Ralph Fiennes, mun betri leikari. Einnig er Tom Wilkinson stórgóður eins og alltaf sem peningamaðurinn og Judi Dench einnig sem hin stórmerka Elísabet drottning. En myndin er stórlega ofmetin ef maður talar um 13 óskarsverðlaunatilnefningar og er Saving Private Ryan til dæmis mun dýpri og meira drama og vissulega óskarstykkið í ár. En Shakespeare in Love er fyrst og fremst frábær gamanmynd.
Mjög vel gerð og vel leikin kvikmynd en samt of langdregin. Gwyneth Patrolw hefur sennilega aldrei leikið jafn vel og hún gerir í myndinni. Myndin fjallar um Shakespeare sem þarf að semja kómedíu fyrir drottninguna og verður ástfangin í leiðinni. Alls ekki slæm mynd fær þrjár stjörnur.
Stórglæsileg og einkar vönduð kvikmynd sem hlaut sjö óskarsverðlaun 1998; sem besta kvikmynd ársins, fyrir bestu leikkonu í aðal- og aukahlutverki (Gwyneth Paltrow og Dame Judi Dench), besta frumsamda handritið, bestu listrænu leikstjórnina, bestu búningana og kvikmyndatónlistina. Hún er allt í senn vel leikin, vel gerð og vönduð í alla staði. Það er beittur og vandaður húmor í henni og hún líður áfram eins og ferskur vindblær. Ástfanginn Shakespeare eða "Shakespeare in Love" er hreint út sagt frábært búningagamandrama sem fetar mjög vel hið hættulega einstigi milli gamans og alvöru en virkar hinsvegar langbest sem ekta bresk kómísk gamanmynd. William Shakespeare (Joseph Fiennes) getur ekki lokið við nýjasta verk sitt, Rómeó og Ethel, dóttir sjóræningjans. Hann þjáist af ritstíflu og er undir miklum þrýstingi frá vinnuveitanda sínum, Philip Henslowe (Geoffrey Rush), til að ljúka verkinu. Peningaskortur hrjáir hann og yfirvöld hafa hótað að loka leikhúsinu í bænum. Auk þess er leikhússtjórinn sjálfur í vondum málum persónulega og verður að fara að fá nýtt leikrit til að bjarga fjárhagnum - og lífi sínu! En þá kynnist hann hinni gullfallegu lafði Violu de Lesseps (Gwyneth Paltrow). Hann verður samstundis ástfanginn af henni og hún er ástfangin af skrifum hans og verður þar af leiðandi ástfangin af honum. En hún er lofuð hinum óþolandi Wessex lávarði (Colin Firth), og samkvæmt sérstökum vilja sjálfrar Elísabetar Englandsdrottningar (Dame Judi Dench). Shakespeare getur aftur farið að skrifa og þótt að Viola geti ekki flúið þetta hjónaband þá ætlar hún að klára leikritið, sem fær loks heitið Rómeó og Júlía. Það hjálpast allt við að gera þessa mynd góða. Búningarnir eru frábærir og hlutu enda óskarinn, myndatakan einstaklega fín, tónlistin mjög eftirminnileg og öll tæknivinna eins og best verður á kosið. Ég naut hennar alveg sérdeilis vel og get ekki annað en dást að leiksigrum aðalleikaranna. Gwyneth Paltrow blómstrar í hlutverki Violu og vinnur þar sannkallaðan og eftiminnilegan leiksigur, enda hlaut hún óskarinn sem besta leikkona í aðalhlutverki 1998. Hún hefur aldrei leikið betur og leikur hina ensku hefðardömu með afbrigðum vel og nær hinum ekta breska hreim einkar vel. Álit mitt á henni sem leikkonu snarbreyttist við að sjá þessa mynd, enda er mjög erfitt að sjá að hér er amerísk leikkona á ferð, framsögn hennar er einstök. Dame Judi Dench er í einu orði sagt stórfengleg, sem Elísabet 1. Englandsdrottning, og vinnur einn af stærstu leiksigrum breskra leikkvenna síðustu áratugi, hún hlaut enda bæði óskarsverðlaunin og BAFTA-verðlaunin sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir sannkallaðan stórleik sinn í hlutverki drottningarinnar. Hún sést samanlagt í einungis tæpar tíu mínútur í myndinni og það er því deginum ljósara að hér er um að ræða eftirminnilegan leiksigur sem var verðlaunaður í bak og fyrir. Einnig er Joseph Fiennes ágætur í hlutverki meistara bókmenntasögunnar, William Shakespeare og skilar eftirminnilegum og margræðum karakter, sem hann jú var óneitanlega. Ekki má að síðustu gleyma óskarsverðlaunaleikaranum Geoffrey Rush (Shine) sem fer á kostum í hlutverki Philip Henslowe og var hann tilnefndur til óskarsverðlauna sem besti leikari í aukahlutverki 1998 fyrir leik sinn. Einnig fara þeir Ben Affleck, Rupert Everett, Tom Wilkinson og Colin Firth vel með sín hlutverk. Og að síðustu má nefna að myndatakan, handritið og síðast en ekki síst leikstjórn John Madden var með afbrigðum góð. Allt þetta og mun meira til skapa eftiminnilega og stórkostlega mynd sem stendur lengi eftir í huganum fyrir sannkallaðan glæsileik sinn. Ég mæli því eindregið með þessari kvikmynd og gef henni þrjár og hálfa stjörnu í einkunn. Alls ekki missa af þessari!!
Það er engin furða að þessi mynd hafi halað að sér tilnefningum til Óskarsverðlauna, 13 alls. Þetta er mjög grípandi mynd sem fetar þann varasama línudans að blanda saman til helminga gríni og drama af mikilli snilld án þess að stíga nokkurn tíman feilspor. Sögusviðið er England fyrr á öldinni og fjallar myndin um William Shakespeare sem ungan mann áður en hann var orðinn frægur. Þegar við sögu kemur er kappinn að skrifa það sem síðar varð Rómeó og Júlía og við sjáum hvernig atburðir í hans eigin lífi veita honum innblástur til að skrifa það verk. Hann verður ástfanginn af háættaðri konu en þar sem hann er sjálfur fátækur leikritahöfundur flækir það málin töluvert. Það skal reyndar taka fram að þessi mynd er að sjálfsögðu aðeins að hluta til sannsöguleg. Leikararnir eiga allir mikið lof skilið. Gwyneth Paltrow hefur aldrei verið betri og nýstirnið Joseph Fiennes er hreint út sagt frábær, það verður spennandi að fylgjast með honum í framtíðinni. Ben Affleck fer líka með hlutverk ásamt fleiri frægum leikurum og aðrir aukaleikarar eru undantekningarlaust fyrsta flokks. Ég held að það sé alveg óhætt að mæla með þessari fyrir alla sem kunna að meta góðar kvikmyndir. Það gerist ekki mikið betra.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Miramax
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
19. febrúar 1999
VHS:
28. september 1999