Náðu í appið
Shakespeare in Love

Shakespeare in Love (1998)

"...A Comedy About the Greatest Love Story Almost Never Told..."

2 klst 3 mín1998

Will Shakespeare er þekkt skáld, leikskáld og leikari sem berst samt í bökkum, og er nú búinn að selja tveimur mönnum nýjasta leikritið sitt, bæði Philip Henslow og Richard Burbidge.

Rotten Tomatoes92%
Metacritic87
Deila:
Shakespeare in Love - Stikla
6 áraBönnuð innan 6 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldi

Hvar má horfa

Leiga
Stöð 2Síminn

Söguþráður

Will Shakespeare er þekkt skáld, leikskáld og leikari sem berst samt í bökkum, og er nú búinn að selja tveimur mönnum nýjasta leikritið sitt, bæði Philip Henslow og Richard Burbidge. En þá bankar jafnvel enn alvarlegra vandamál á dyrnar, hann er orðinn andlaus og hefur ekki hafið skriftir. Nú þarf hann músu, andagift, konu sem mun blása honum anda í brjóst, en ekkert gengur fyrr en hann hittir hina fögru Viola de Lesseps. Hún elskar leikhúsið og vill ekkert frekar en að leika sjálf á sviði, en getur það ekki þar sem á þessum tíma voru það bara karlmenn sem máttu leika. Hún er einnig mikill aðdáandi verka Shakespeare. Hún klæðir sig upp eins og karlmann og kallar sig Thomas Kent, og fer í áheyrnarprufur fyrir hlutverk í nýja leikritinu. Shakespeare sér fljótt í gegnum dulargervið, og þau hefja ástarævintýri, sem þau vita að getur ekki endað vel, þar sem hann er nú þegar kvæntur og hún hefur verið lofuð Lord Wessex. Á æfingatíma leikritsins þá er ást Will og Viola, endurspegluð í hinu ritaða orði sem leiðir til meistaraverksins sem er ....

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda (5)

Shakespeare í nýju ljósi

★★★★☆

Shakespeare in love er búningadrama sem vann verðlaunin besta mynd á óskarnum. Myndin er skáldskapur en byggist upp á raunverulegu fólki og atburðum og að mestu leyti getgátum um líf Shakes...

Shakespeare in Love er hreint út sagt frábært búningagamandrama sem fetar mjög vel hið hættulega einstigi milli gamans og alvöru en best virkar hún sem gamanmynd. Shakespeare, Joshep Fiennes,...

Mjög vel gerð og vel leikin kvikmynd en samt of langdregin. Gwyneth Patrolw hefur sennilega aldrei leikið jafn vel og hún gerir í myndinni. Myndin fjallar um Shakespeare sem þarf að semja kóme...

★★★★☆

Stórglæsileg og einkar vönduð kvikmynd sem hlaut sjö óskarsverðlaun 1998; sem besta kvikmynd ársins, fyrir bestu leikkonu í aðal- og aukahlutverki (Gwyneth Paltrow og Dame Judi Dench), besta...

Það er engin furða að þessi mynd hafi halað að sér tilnefningum til Óskarsverðlauna, 13 alls. Þetta er mjög grípandi mynd sem fetar þann varasama línudans að blanda saman til helminga ...

Framleiðendur

MiramaxUS
Universal PicturesUS
Bedford Falls ProductionsUS

Verðlaun

🏆

Vann 7 Óskarsverðlaun. Fyrir Bestu mynd, bestu leikkonu í aðalhlutverki ( Paltrow ), besta leikkona í aukahlutverki ( Dench ) , besta handrit, listræn stjórnun, búningar og tónlist.