Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Gotti 1996

Fannst ekki á veitum á Íslandi
116 MÍNEnska

John Gotti, yfirmaður lítillar mafíu í New York, brýtur nokkrar gamlar reglur fjölskyldunnar. Hann verður yfirmaður Gambino fjölskyldunnar, og verður þekktasti mafíuforingi í Bandaríkjunum. Hann er þekktur sem "Vel klæddi guðfaðirinn" vegna þess hvað hann var með dýran fatasmekk, og var einnig þekktur sem "Teflon guðfaðirinn" af því að engar kærur bandarísku... Lesa meira

John Gotti, yfirmaður lítillar mafíu í New York, brýtur nokkrar gamlar reglur fjölskyldunnar. Hann verður yfirmaður Gambino fjölskyldunnar, og verður þekktasti mafíuforingi í Bandaríkjunum. Hann er þekktur sem "Vel klæddi guðfaðirinn" vegna þess hvað hann var með dýran fatasmekk, og var einnig þekktur sem "Teflon guðfaðirinn" af því að engar kærur bandarísku alríkislögreglunnar héldust við hann. Lífið er gott hjá Gotti, en grunsemdir vakna, og græðgi, brot á reglum og frægð, getur allt orðið honum að falli. ... minna

Aðalleikarar


Ég leigði "Gotti" þar sem ég hafði lesið um hann fyrir nokkrum árum með reglulegu millibili á meðan hann var fyrir dómsdólum. Hann var kallaður "síðasti Guðföðurinn" af blaðamönnum en um leið sagður vera mikill sjarmur og skemmtilegur að tala við. Ekki fannst mér nú myndin merkileg yfir höfuð. Kannski býst maður orðið við of miklu, þegar litið er á svipaðar myndir um glæpaforingja(t.d. Godfather og Goodfellas). "Gotti" skartar mörgum stjörnum og lofaði góðu. Myndir fjallar um ungan glæpaforingja sem er að klifra upp metorðstiga Cosanostra hreyfingunnar. Hann er vel virtur af samstarfsmönnum sínum, og er þekktur fyrir algjöru andstöðu sína á eiturlyfjum. Í stuttu máli þá segir myndin frá því hvernig hann verður aðal "bossinn" og hvernig FBI tekst loks að klófesta hann. Þegar ég lít á efnivið myndarinnar þá furðar mig stórum að ekki varð úr betri mynd en raun ber vitni. Myndin er hæg og langdreginn, með afar fáum spennuköplum, og oft á tíðum erfitt að skilja hvað er um að vera vegna þess hversu leikarnir muldra niður í brjóst sér (sem er kannski allt í lagi ef íslenskur texti væri til staðar). Myndin virðist aldrei ákveða sig hvort hún er ævisaga Gotti, þar sem hún hefur allt of lítið um hans líf til að geta flokkast sem slík, eða hvort hún á að vera spennandi glæpasaga. Ekki misskilja mig, myndin var allt annað en leiðinlegt. Maður hafði bara alltaf á tilfinningunni að eitthvað meira ætti nú að fara gerast, sem aldrei kom svo. Endilega leigið þessa mynd, sérstaklega ef þið fylgdust með réttarhöldunum á sínum tíma (munið þið t.d. hver sveik hann?). Ekki leigja þessa mynd ef þið viljið sjá spennandi glæpamynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

31.12.2020

Stjörnurnar sem kvöddu okkur á árinu

Fjölmargir þekktir einstaklingar víða kvöddu okkur á árinu 2020; fólk sem hafði getið af sér gott orð í listaheiminum. Í hópi þeirra sem létust má nefna tónskáld á heimsmælikvarða, nokkrar skærustu leikko...

23.02.2019

Ferrell og Reilly rökuðu til sín Razzie verðlaunum

Grínmyndin Holmes & Watson var sigursæl á 39. Razzie verðlaununum í Los Angeles í gær, en þar eru jafnan veitt verðlaun fyrir það sem verst þykir í kvikmyndum á hverju ári. Myndin fékk verðlaunin sem v...

21.01.2019

Trump tilnefndur fyrir versta leik í kvikmynd

Donald Trump Bandaríkjaforseti er á meðal þeirra sem tilnefndir eru sem verstu leikarar ársins 2018 á Razzie verðlaununum, en þar er jafnan verðlaunað það sem lakast þótti á hverju ári. Dwayne "The Rock" Johnson, vinsælasti kvikmyndaleikari í heimi, sla...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn