Náðu í appið
It Comes at Night

It Comes at Night (2017)

"Óvinurinn er í andrúmsloftinu"

1 klst 37 mín2017

It Comes at Night gerist í ónefndri framtíð þegar dularfull veiki hefur lagt þorra fólks af velli og enginn er eftir sem getur fundið lækningu við henni.

Rotten Tomatoes88%
Metacritic78
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiHræðslaHræðslaBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Leiga
Stöð 2Síminn

Söguþráður

It Comes at Night gerist í ónefndri framtíð þegar dularfull veiki hefur lagt þorra fólks af velli og enginn er eftir sem getur fundið lækningu við henni. Djúpt inni í skógi nokkrum hafa hjónin Paul og Sarah komið sér fyrir ásamt syni sínum Travis til að forðast veikina sem eirir engum sem hefur á annað borð sýkst af henni. Þar sem engin lækning er til og verður ekki fundin úr þessu er eina leiðin til að forðast dauðann að veikjast ekki. Kvöld eitt brýst maður einn, Will, inn í hús þeirra í leit að vistum fyrir sig og sína fjölskyldu enda heldur hann að það sé mannlaust. Um leið setur hann af stað alveg skelfilega atburðarás ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

A24US
Animal KingdomUS