Phantom Thread (2017)
"Suma hluti sér augað ekki."
Phantom Thread gerist í London í kringum 1960 þar sem við kynnumst klæðskeranum Reynolds Woodcock sem hefur sérhæft sig í viðskiptum við hástéttina í borginni og gengið vel.
Bönnuð innan 12 ára
Ofbeldi
BlótsyrðiSöguþráður
Phantom Thread gerist í London í kringum 1960 þar sem við kynnumst klæðskeranum Reynolds Woodcock sem hefur sérhæft sig í viðskiptum við hástéttina í borginni og gengið vel. Reynolds er einstaklega agaður maður og formfastur sem fylgir sömu daglegu rútínunni út í æsar og hefur engan áhuga á að breyta henni hið minnsta. Dag einn, eftir vel heppnuð viðskipti, ákveður hann þó að fara á matsölustað utan borgarinnar og þar vekur athygli hans ung þjónustustúlka og ekki líður á löngu uns þau eru orðin par. Um leið má segja að rútínu Reynolds sé ógnað í fyrsta sinn og spurningin er: Verður það til góðs fyrir hann eða verður það honum til tjóns?
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Gagnrýni notenda
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráEngar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!
Verðlaun
Sex Óskarstilnefningar fyrir bestan leik í aðalhlutverki karla, besta leik í aukahlutverki kvenna, fyrir leikstjórn, tónlist og búninga og vann fyrir búningahönnun. Tilnefnd til tvennra Golden Globe-verðlauna og fernra BAFTA-verðlauna












