Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Phantom Thread 2017

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 23. febrúar 2018

Suma hluti sér augað ekki.

130 MÍNEnska
Sex Óskarstilnefningar fyrir bestan leik í aðalhlutverki karla, besta leik í aukahlutverki kvenna, fyrir leikstjórn, tónlist og búninga og vann fyrir búningahönnun. Tilnefnd til tvennra Golden Globe-verðlauna og fernra BAFTA-verðlauna

Phantom Thread gerist í London í kringum 1960 þar sem við kynnumst klæðskeranum Reynolds Woodcock sem hefur sérhæft sig í viðskiptum við hástéttina í borginni og gengið vel. Reynolds er einstaklega agaður maður og formfastur sem fylgir sömu daglegu rútínunni út í æsar og hefur engan áhuga á að breyta henni hið minnsta. Dag einn, eftir vel heppnuð viðskipti,... Lesa meira

Phantom Thread gerist í London í kringum 1960 þar sem við kynnumst klæðskeranum Reynolds Woodcock sem hefur sérhæft sig í viðskiptum við hástéttina í borginni og gengið vel. Reynolds er einstaklega agaður maður og formfastur sem fylgir sömu daglegu rútínunni út í æsar og hefur engan áhuga á að breyta henni hið minnsta. Dag einn, eftir vel heppnuð viðskipti, ákveður hann þó að fara á matsölustað utan borgarinnar og þar vekur athygli hans ung þjónustustúlka og ekki líður á löngu uns þau eru orðin par. Um leið má segja að rútínu Reynolds sé ógnað í fyrsta sinn og spurningin er: Verður það til góðs fyrir hann eða verður það honum til tjóns?... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn