Bönnuð innan 16 ára
Ofbeldi
Kynlíf
Vímuefni
BlótsyrðiSöguþráður
Inherent Vice er byggð á samnefndri bók eftir Thomas Pynchon frá árinu 2009 og fjallar um hinn skrautlega rannsóknarlögreglumann Larry "Doc" Sportello. Einkaspæjarinn Larry „Doc“ Sportello ákveður að hafa uppi á horfinni, fyrrverandi unnustu sinni sem grunaði eiginkonu núverandi elskhuga síns um að ætla að koma honum inn á geðveikrahæli. Eða þannig. Myndin gerist í og í kringum Los Angeles á tímum blómabarnanna, frjálsra ásta, grasreykinga, LSD-neyslu, Víetnam-stríðsins, Charles Manson-gengisins, villtra samkvæma og um leið uppvaxtarára X-kynslóðarinnar svokölluðu. Það er Joaquin Phoenix sem leikur Doc sem óhætt er að segja að viti stundum ekki hvað snýr upp og hvað niður. Við rannsóknina á hvarfi unnustunnar fyrrverandi leitar hann að vísbendingum á ólíklegustu stöðum og lendir um leið í ævintýrum og aðstæðum sem myndu gera flesta hálfruglaða ef þeir væru ekki hálfruglaðir fyrir ...
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur



Verðlaun
Inherent Vice hefur hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar fyrir leik, leikstjórn, handrit, kvikmyndun, klippingu, búninga og fleira og var Joaquin Phoenix m.a. tilnefndur til Golden Globe-verðlauna fyrir aðalhlutverkið. Myndin er nú tilnefnd til tven





















